Són - 01.01.2006, Page 60
HJÖRTUR MARTEINSSON60
13 Sbr. athugasemdir útgefanda Ljóðmæla Gísla Thorarensens (1885:161).
14 Benedikt Gröndal (1954:15–16).
Því línur, sem að ganga út og inn, a
voru’ aldrei nóg til þess að kvæðis gætti: B
»þeir, sem að illa yrkja, þagni’ og hætti«, B
var orðtak, sem jeg fylgdi’ í þetta sinn. a
En fyrst að aðrir brutu þetta boð, c
þá brýt jeg með og skeyti engum lögum, D
því eptirleiknum ekki fylgir vandi. E
Flytji þig heilan Fróni’ hin snara gnoð, c
. . . . . .
. . . . . .
Enda þótt þessi kvæði Gísla verði seint talið til snilldarkvæða ís-
lenskrar tungu er það samt táknrænt fyrir viðhorf og stöðu skáldsins
á öllum tímum sem skynjar vanmátt sinn til að sýsla með orðin. Orð
Gísla í kvæðinu „því eptirleiknum ekki fylgir vandi“ hafa greinilega
snúist upp í andhverfu sína. Gísla Thorarensens verður hins vegar
minnst fyrir það að hann yrkir einna fyrstur íslenskra skálda erfi-
kvæði undir formi sonnettunnar sem hann fellir að hinni ítölsku hefð.
Kvæðið er hugþekk en stirðkvæð minning um séra Þorvarð Jónsson
er „dó sviplega eftir víndrykkju hjá séra Páli Pálssyni á Prestbakka“13
þann 27. september 1869 og líklega ort sama ár.
Skáldin Jón Þorleifsson, Gísli Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen
yrkja hvert um sig sonnettur sínar í anda hinnar ítölsku hefðar sem
Jónas færði inn í íslenskar bókmenntir. Ekkert þessara skálda sá sig þó
knúið til að gera tilraunir með eða breytingar á sonnettuforminu.
Hrynjandin í sonnettum þessara skálda er háttbundin og einkennist
af réttum tvíliðum og hún verður á köflum helsti einhæf og tilbreyt-
ingarlítil. Þessi einhæfni hrynjandinnar kallaðist á við hina aldagömlu
hefð rímnakveðskaparins.
Það gerir hins vegar Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal á lítt sýni-
legum stað í bréfi sem hann ritar Helga Hálfdanarsyni í Kaupmanna-
höfn 24. apríl 1847.14 Nú er Benedikt kunnur í bókmenntasögunni
fyrir galgopahátt sinn og furðulega kerskni sem oft og tíðum nálgast
það að vera fjarstæðukennd eða absúrd. Bréfasafn hans ber enda víða
vott um þær miklu andstæður upphafningar og óbeislaðs ímyndunar-