Són - 01.01.2006, Side 61
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 61
afls sem einkenndu lund hans alla tíð. Þar fyrir utan bjó Benedikt yfir
mikilli kunnáttu í fornum og klassískum bragarháttum eins og mörg
ljóð hans eru til dæmis um. Hér er um að ræða tvö kvæði, sem
standa í bréfi til Helga, en þeim kaus Benedikt hins vegar ekki að
halda til haga er hann gaf út Kvæðabók sína aldamótaárið 1900. Fyrra
kvæðið er 14 lína ljóð, ferkvætt og samrímað, og tengist ekkert sonn-
ettuforminu nema að línufjölda:
Þá lít ég mána um miðnæturskeið
á myrkri skína himinleið:
þá langar mig að hverfa heim
um himindjúp og sjávargeim,
að horfa á geisla’, er himni frá
sér hella jökulfaldinn á,
að horfa á fjall og fagran tind
og fagurbláa, tæra lind,
að horfa á gullinn drafnar draum
er dvelur mánaljóss á straum’,
að horfa á fagran fjalla dal
og foss í dimmum hamra sal,
að horfa á nætur helga ró,
er hvílir yfir landi’ og sjó.
Æ, alltaf mig því langar heim að landi
hvar lifir hugur minn, og forna staði
að líta, þar sem lék sér andinn glaði
og lifði’ í kæti, og vissi’ af grandi!
Vér lifum svo á lífsins eyði-sandi –
og lítum aftur – burt því tíminn hraði
sér flýtir, þessa’ í tíma báru baði
vér blundum sætt, en líkams hindrar vandi
að vakna úr þeim sæla og blíða blund’
hið blíða’ og þráða til að stíga’ á land
umliðins tíma; ill og harðfeng bönd!
Þegar ég vakna – úr værum drauma lund
ég villist strax, og lít þann eyði-sand
sem fegin vildi frá mín hverfa önd!