Són - 01.01.2006, Blaðsíða 62
HJÖRTUR MARTEINSSON62
15 Benedikt Gröndal (1954:15–16).
Þarna komst ég út í skáldskapar rugl, fyrirgefðu vinur! Skáldskap-
urinn er ekkert annað en hugsjóna veröld og ímyndan, full af fögrum
blómum og einhverjum óskiljanlegum unaðsmyrkrum, sem hverfa
aftur þegar menn vakna./.../15
Eins og ofanrituð orð bera með sér þá sækir heimþráin á huga
skáldsins í útlöndum og fyrr en varir hefur doðinn og söknuðurinn
snúist upp í andhverfu sína og galgopaskap þar sem Benedikt varpar
fyrir róða hinu óbundna máli og undirstrikar heita ást sína til ætt-
jarðarinnar í sérkennilegu 14 lína kvæði. Á eftir því fylgir síðan full-
komin sonnetta í ítölskum anda. Líklega verður því seint svarað
hvað vakti fyrir Benedikt Gröndal, þegar hann kaus að færa hugsun
sína í þennan búning andstæðu en um leið samhverfu því sýnt þykir,
þegar allt kemur til alls, að á blaðinu standa tvær sonnettur. Og það
sem meira er um vert: bragliðir hinnar fyrri eru fjórir í stað fimm í
þeirri síðari sem fellur fullkomlega að hefðinni. Sýnilegt er einnig að
Benedikt varpar fyrir róða í fyrri sonnettunni hefðbundinni rím-
skipan.
Nærtækasta skýringin á háttalagi Benedikts er líklega sú að með
þessari framsetningu hafi hann viljað undirstrika en um leið andæfa
röklegri byggingu sonnettunnar með sína fastmótuðu niðurstöðu.
Hugtakið heimþrá virðist í huga skáldsins ekki þurfa að lúta neinni
rökleiðslu eða kvæði sem flytur mönnum slíkan boðskap að fela í sér
stigmögnun lýsingarinnar. Niðurstaða sem er fyrirfram kunn; kjarni
kvæðisins, heimþráin, þarf aðeins áréttingarinnar við. Af því stafar
fjöldi skýringarsetninganna í kvæðinu. Síðan er eins og skáldið vilji í
seinna kvæðinu undirstrika hina sömu niðurstöðu og í fyrra kvæðinu
– niðurstöðu sem er söm þrátt fyrir hið fastmótaða og stranga form
sonnettunnar. Niðurstaðan verður ætíð hin sama hvert svo sem skáld-
skaparformið er.
Hins mætti líka geta að með því að setja ljóðin svo upp sem
Benedikt gerir þá hafi hann verið að undirstrika að þrátt fyrir „óskapn-
að“ eða óreglu fyrra erindisins búi hann þrátt fyrir allt yfir þeirri kunn-
áttu og andagift sem þurfi til að raða línunum 14 þannig upp að úr
verði fullgild sonnetta sem hlítir réttum bragliðafjölda, rímskipan og
framvindu. Því er síðan við að bæta að í þeim sonnettum, sem eftir
Benedikt Gröndal liggja á prenti, víkur hann hvergi frá hinni ítölsku