Són - 01.01.2006, Side 63
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 63
16 Vert er að gæta að þeirri leyndu afstöðu í garð ljóðformsins, sem fram kemur í
útgáfu Huldu á Úrvalsljóðum Kristjáns Jónssonar árið 1942, að þar flokkar hún
þetta kvæði með Vetrardeginum fyrsta og prentar þau saman og kallar í efnisyfirliti
Tvær sonnettur.
hefð Petrarca-sonnettunnar. Hin klassísku skáldskaparviðhorf og að-
dáun Benedikts á gullinni fornöld Grikkja og Rómverja réð þar mestu
um.
Fyrstu verulegu breytingarnar á formi sonnettunnar sjá ekki dags-
ins ljós fyrr en með Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi þegar hann yrkir
kvæði sitt Á síðasta vetrardag 1866 sem reyndar er í tveimur hlutum. Sá
fyrri er greinilega sonnetta eða afbrigði hennar þar sem Kristján
varpar fyrir róða annarri ferhendunni16 þannig að kvæðið sver sig ekki
lengur í ætt við hina ítölsku hefð eins og búast hefði mátt við:
Ó, farðu, vetur, vel í skautið alda,
þjer vinarkveðju’ að skilnaði jeg færi
og daufa strengi hörpu minnar hræri,
þótt hreyfist varla hjartað mitt ið kalda.
Jeg skelfist, er jeg hugsa’ um mína heimsku
og horfi’ á mínar liðnu ævitíðir,
og hve jeg mjög hef ævi minni spillt.
Ó, flyttu það að grafardjúpi gleymsku
og graf það djúpt, svo engir sjái lýðir,
hve harmar lífs mig hafa ært og tryllt.
Ekki þarf að kafa djúpt í lífssögu Kristjáns Fjallaskálds til að finna
samnefnarann við þessar formtilraunir skáldsins. Hömlurnar, sem
alla jafna settu svip sinn á daglegt líf fjöldans, áttu ekki upp á pall-
borðið hjá Kristjáni Jónssyni. Form, sem hvíldi á aldagömlum grunni
hefðar og strangrar reglufestu, varð einnig undan að láta fyrir hinum
frjálsa anda einstaklingsins.
Þess ber þó að geta að Kristján hafnar ekki í kvæði sínu hinu rök-
lega yfirbragði sonnettunnar sem markast af hrynjandinni, bragliða-
fjöldanum, ljóðstafasetningunni og hinni efnislegu tvískiptingu. And-
stæðurnar og hin fastmótaða niðurstaða eru að sönnu fyrir hendi í
sonnettu Kristjáns enda þótt hann felli burt síðari kvartettinn.
Það blasir við að línufjölda síðari hluta sonnettunnar svipar að