Són - 01.01.2006, Page 65
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 65
Það er athyglisvert að Brynjúlfur fellir hugsun sína undir brag
sonnettunnar einmitt á þessum stað í sögunni þar sem hún rís sem
hæst – þegar Kjartan Ólafsson hefur verið veginn.
Í Kvæðum Huldu frá 1909 er að finna tvær samstæðar sonnettur sem
hún yrkir til minningar um H. B. Barmby. Fyrri sonnettan er full-
komlega regluleg og eftirtektarvert er að Hulda bregður fyrir sig hinni
ítölsku gerð enda þótt hún sé að yrkja um enska konu en minning
hennar og fordæmi á rithöfundarbrautinni hafa verið henni hugleikin.
Í þeirri síðari bætir Hulda við átthenduhlutann fjórum braglínum en
heldur sig að öðru leyti við ítölsku gerðina:
Hvað benti þjer frá Bretlands grænu ströndum
á bláar leiðir, norður yfir hafið,
þar Ísland bíður, endurminning vafið,
og árdagsgeislar skjóta fyrstu bröndum?
Þig dreymdi Ísland, eins og það var forðum,
þá aðall frjáls þar valdi bústöð nýja
og Auður kaus með frelsi sitt að flýja
í faðm þess, burt úr Írlands vopnaskorðum.
Og vera má, að valkyrjunnar andi
þín vitjað hafi, gegnum líf og aldir,
og orðið síðast orsök þess, að valdir
þú yrkisgull frá Þórs og Freyju landi.
– Nú blundar þú að barmi fóstru þinnar,
þar barni hverju hollast mun að vera;
en nafn þitt berst með fjarrum draumlands fjöllum.
Jeg vildi jeg mætti vitja grafarinnar
og vinatár að hjarta þínu bera,
með hlýrri þökk frá Íslands dætrum öllum.
Sigfús Blöndal föndrar einnig við sonnettuformið í bók sinni Drottn-
ingin í Algeirsborg og önnur kvæði frá 1917 þar sem hann klýfur átthendu-
hluta sonnettunnar með því að skjóta inn í hann þremur braglínum.
Ljóðið ber heitið Ný von og sver sig í ætt við fjölda annarra ástaljóða
frá tímum rómantísku stefnunnar í bókmenntum okkar þar sem
söknuðurinn hefur fest rætur í hjarta ljóðmælandans vegna þess að
hin heittelskaða er horfin á braut. Ekki er að sjá að viðauki Sigfúsar