Són - 01.01.2006, Page 67

Són - 01.01.2006, Page 67
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 67 Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. 2.3 Ljóðstíll Þegar sonnettur einstakra íslenskra skálda eru bornar saman við önnur kvæði þeirra kemur á daginn í stöku tilfellum að þar er að finna stílleg atriði sem greina þær frá öðrum kveðskap skáldanna. Þessi staðreynd grundvallast líklega á því, eins og þegar hefur komið fram, að ljóðform sonnettunnar fól í sér, allt frá upphafi, hina ský- lausu kröfu um ögun og hnitmiðun hugsunarinnar ásamt nánum tengslum hrynjandi og ríms við efni hennar. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að þetta á ekki við um allar sonnettur íslenskra skálda og einkum og sér í lagi frumherjanna sem mörkuðu brautina fyrstu áratugi þessa kveðskapar hérlendis. Sú staðreynd, hversu fáar sonnettur eru ortar af íslenskum skáldum hér heima og í Vesturheimi á tímabilinu 1844–1919, hlýtur samt að hafa falið það óbeint í sér að skáldin reyndu að vanda til yrkinganna þar sem þau í sumum til- fellum létu aðeins eftir sig liggja eina sonnettu áður en þau hurfu úr þessum heimi. Fyrirvararnir eru þó alltaf nokkrir í þessu máli. Fullyrða má að réttir tvíliðir setji mark sitt á kveðandi flestra sonn- ettanna á þessum blöðum enda þótt fyrir komi að þríliðir skiptist á við þá í braglínunum. Báðar sonnettur Jóhanns Sigurjónssonar eru góð dæmi um þá undantekningu. Að sönnu er hrynjandi sonnettanna hér breytileg sem réðst af því hverjir ortu. Þannig er hún áreynslumikil og höktandi í sonnettu- drögum Gísla Thorarensens í ljóðinu til Helga biskups sem og í sonn- ettu hans um séra Þorvarð Jónsson. Hið sama gildir um einu sonn- ettu séra Jóns Þorleifssonar sem hann orti á afmælisdegi sínum 1848. En sonnettur þessara skálda heyra hins vegar til undantekninga því yfirleitt er hrynjandi sonnetta íslenskra skálda háttbundin. Þetta ljær ljóðunum oftlega kliðmjúkan og sönghæfan blæ. Þar ómar yfir sviðinu sonnettan Ég bið að heilsa eftir frumherjann Jónas Hallgríms- son.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.