Són - 01.01.2006, Page 69

Són - 01.01.2006, Page 69
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 69 meiri kröfur til stórskálda sem í krafti hraðkvæðis gleymdu því stund- um að þörf væri ögunar til að skáldskapnum yrði langra lífdaga auð- ið. Þannig verður sonnettum Sigfúsar Benedicts Benedictssonar lík- lega seint hampað sökum listfengis! Ljóðform sonnettunnar fól í sér, eins og þegar hefur komið fram, ákveðna ögun og þörf á markvissri beitingu orðanna. Skáld, sem þekkt voru fyrir óhaminn og oft og tíðum innblásinn ljóðstíl, þar sem hver hugmyndin rak aðra í ofhlæði málsins, breyta fullkomlega um stíl þegar þau fella tjáningu sína að ljóðformi sonnettunnar. Sonnettur Benedikts Gröndals eru góð dæmi um þessa breytingu. Andstæðurnar og hin óhamda og taumlausa tjáning, sem oft ríkja í huga skáldsins í sumum lengri kvæðum þess, víkja fyrir reglufestu, rökvísi og samræmi í sonnettunum. Allt stillist og kliðmýktin og jafnvægið ráða ríkjum. 2.3.1 Ljóðstafir Íslenskar sonnettur greina sig frá þeim erlendu að því er varðar ljóðstafasetninguna. Hún veldur því að hérlendar sonnettur mynda í raun enn eitt afbrigði þessa fornhelga ljóðforms. Vafalaust hefur það valdið Jónasi Hallgrímssyni nokkrum vanga- veltum hvernig hann ætti að skipa niður stuðlunum í sonnettu sinni Ég bið að heilsa. Leiðin, sem hann valdi, má segja að hafi alla tíð ein- kennt þá gerð sonnettunnar sem kennd hefur verið við Petrarca í íslenskum kveðskap enda þótt Jónas hafi ekki fetað sömu slóð og hann í skipan rímhljómanna. Grundvallarreglan, sem á við stuðlasetningu flestra sonnettanna á þessum blöðum, er sú hefðbundna leið að tengja saman tvær braglínur með ljóðstöfum þannig að tvo stuðla er að finna í fyrri línunni (A-línu) en höfuðstaf í þeirri síðari (B-línu). Eins og í ljóða- hætti þar sem 3. og 6. braglína eru sér um stuðla gildir sú meginregla í íslenskum sonnettum að 11. og 14. braglína eða niðurlagslínur ters- ettanna eru sér um stuðla. Jónas fylgir hins vegar ekki sömu reglu um ljóðstafasetninguna í síðari sonnettu sinni, Svo rís um aldir árið hvurt um sig. Fullyrða má að ljóðstafasetningin þar þjónar miklu betur því hlutverki að undirstrika merkingu þeirra orða í ljóðinu sem grundvallarþýðingu hafa fyrir skilning okkar á því. Samslungnir ríminu skapa ljóðstafirnir í Svo rís um aldir árið hvurt um sig miklu styrkari heild en einkennir hina fyrri sonnettu Jónasar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.