Són - 01.01.2006, Page 70
HJÖRTUR MARTEINSSON70
Svo rís um aldir árið hvurt um sig
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Eitt á eg samt, og annast vil eg þig,
hugur míns sjálfs í hjartaþoli vörðu
er himin sér, og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.
Ég man þeir segja: hart á móti hörðu,
en heldur vil eg kenna til og lifa,
og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur upp í vörðu,
sem lestarstrákar taka þar og skrifa
og fylla, svo hann finnur ei – af níði.
Hér er ljóðstafasetningin fullkomlega frábrugðin því sem gerist í
ferhendunum í Ég bið að heilsa og hún kallast á við hugblæ ein-
angrunar og afneitunar sem skáldið lýsir í ljóðinu. Í fyrri ferhend-
unni eru 3. og 4. braglína sér um stuðla og í þeirri seinni eru 5. og
8. lína sér um stuðla. Tersetturnar lúta sömu reglu og fyrrum hjá
Jónasi þar sem 11. og 14. braglína eru sér um stuðla. Þessi brigði
Jónasar urðu þó íslenskum skáldum ekki sú fyrirmynd sem ætla
hefði mátt heldur heyra þau til undantekninga. Flest af íslensku
sonnettuskáldunum feta hinn hefðbundna veg sem Jónas markaði í
Ég bið að heilsa.
Hvort sem það var sökum vankunnáttu eða löngunar til að rjúfa
þá hefð sem Jónas festi í sessi þá sker ljóðstafasetningin í sonnettu
Gísla Thorarensens sig nokkuð frá þeirri hefð sem síðar varð ríkjan-
di. Rétt eins og Jónas í Svo rís um aldir árið hvurt um sig eru 3. og 4.
braglína hjá Gísla sér um stuðla og svo aftur 7. og 8. lína. Á hinn
bóginn lúta 11. og 14. braglína sömu reglu og hjá Jónasi. Hins vegar
setur fléttustuðlun svip sinn á sumar braglínurnar í sonnettu Gísla
sem og ofstuðlun og aukaljóðstafir:
Yfir þjer fella ekki margir tár; y -e
ekkjan þín grætur, börn þín gleði láta, e og g-g
en aptur sje jeg ýmsa hrafna káta, a-ý