Són - 01.01.2006, Síða 71
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 71
þeir brýna nef og blóðug ýfa sár. b-b
Þú stóðst með kjarki elli fram á ár, e-á
en opt, því miður, ljekstu fram úr máta o og m-m
til gleði þeim, er harðast gjörðu hnjáta h-h
og vildu þjer að höfði færa fár. f-f
guð hefur lagt á þig sinn dauða-dóm, d-d
drottinn aumkvaði þig í lífsins stríði, d
þá illir menn þjer aðsúg margir gjörðu; i-a
nú heyrir þú ei hásan hrafna-róm, h-h-h
á himnum er þjer ljettur allur kvíði, h
þar verða metin milt þín verk á jörðu. v-v og m-m
Venjan, sem ríkti við stuðlun sonnettunnar, sést í sonnettum þeirra
Jóns Thoroddsens (undanskilin er sonnettan Jólakveðja þar sem 9. og
12. braglína eru sér um stuðla), Gísla Brynjúlfssonar, Brynjólfs Odd-
sonar, Benedikts Gröndals, Hannesar Blöndals, Jóhanns Sigurjóns-
sonar; í öllum sonnettunum í Ljóðahring Bjarna Jónssonar frá Vogi og
hjá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi (fyrir utan sonnettuafbrigði hans
Nú finn ég angan).
Steingrímur Thorsteinsson víkur stundum frá hefðinni í sonnett-
um sínum þar sem efni þeirra braglína, sem eru sér um stuðla,
kallast ýmist á við undangengið efni, dregur það saman eða gefur
tilefni til að leggja frekar út af því. Þessa sér glögg merki í Kvöldsjón,
sem ort var á Hafnarárum skáldsins. Í því kvæði eru 7., 8., 11. og
12. vísuorð sér um stuðla. Í ljóðinu Svanur eru 3., 4., 5. og 6. braglí-
na sér um stuðla en ekki önnur vísuorð. Kristján Jónsson Fjallaskáld
fetar ekki troðnar slóðir í sonnettu sinni Vetrardagurinn fyrsti þar sem
3., 4., 7., 8., 11. og 14. braglína eru sér um stuðla. Sama stuðlasetn-
ing kemur fyrir hjá Matthíasi Jochumssyni í erfikvæðinu Ásmundur
Ísleifsson sem og reyndar í einu sonnettu Þorsteins Erlingssonar,
Huldufólkið, er birtist í Þyrnum árið 1897. Matthías Jochumsson lagar
að sönnu íslenskar stuðlareglur eftir sínu höfði í erfisonnettunni um
Beatrice Helen Barmby. Þar eru nokkrar línur sér um stuðla auk
þess sem fyrir kemur fléttustuðlun í átthenduhlutanum en tersett-
urnar eru samkvæmt hefð þar sem 11. og 14. vísuorð eru sér um
stuðla:
Ó, Beatrice, *Sigrún Suðurlanda,
er Dante stærði ódauðlegum óði
um dýpstu sorg og sælu mannsins anda: