Són - 01.01.2006, Side 72
HJÖRTUR MARTEINSSON72
Mér finnst þú hafa flutzt í listaljóði
til lands vors háu, sagnafrægu stranda,
svo huga vorn þú hrífir guðamóði
og hróður nýjan kennir oss að vanda!
Þig hyllir Sturla, Egill, Ari fróði!
Þú ljúfa Englands unga Beatrice!
Þitt yndisnafn mér sýnist leiðarstjarna,
er lengi blítt mun landi voru skína;
og birtast oss, svo listaveginn vísi,
að vakni forna snilldin lands vors barna.
Á hjarta vort vér merkjum minning þína!
Það er ekki fyrr en með útkomu Þátta Þorsteins Þorsteinssonar árið
1918 að sjá má raunverulega andhverfu stuðlareglunnar sem Jónas
innleiddi með Ég bið að heilsa. Af hinum 34 sonnettum í sonnettu-
flokki Þorsteins, Sónhættir, er að finna 23 þar sem stuðla saman tvær
braglínur í gegnum allt kvæðið. Af handahófi mætti taka sem dæmi
lokasonnettuna Amen í þessum mikla bálki:
„Svo verði það!“ Hér set eg punkt og prik,
því píslarsálmum stafrófs lokið er.
en hver, sem söng þá sónhætti með mér,
eg sæmi þökk. Gef hinum langa-strik. ——
Hver hugsun smá var unnin augnablik
úr efni því, sem hversdagslíf fram ber –
úr myndum dags hjá mér og líka þér
og minjum þeim, er hylur áraryk.
En rím og hljómur hugsun stundum batt
í háband það, sem spretti dregur úr.
Og sumt er máske draumamál í dúr,
sem dagrenningar aldrei ljós sér glatt. –
Ef þakklát samtíð sér, hver brestur er,
með systurhönd eg veit hún bendir mér.
Annað atriði, sem vert er að gæta að og setur mark sitt á allar sonnett-
ur Þorsteins Þorsteinssonar í Þáttum, sem og sonnettur Sigfúsar Bene-
dicts Benedictssonar, varðar uppsetningu þeirra. Svo sem sjá má af