Són - 01.01.2006, Síða 77
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 77
Hún heyrist stundum allt of allt of seint a
á ævi manns. Sem farfugl hausti á b
loks heyra léti hljóð sín veik og smá, b
sem hæstu söngvar fengu skýlt og leynt a
allt vor og sumar. – Eyra ætíð beint a
þær efstu raddir berast – haldi ná b
á alhug vorum – ævi vorrar þrá, b
svo innstu rödd vér fáum sjaldan greint: a
Vora’ eigin sál, vorn hljómblæ himni frá, b
sem hávær glaumur jarðar kvað í dá. – b
Vort allt sem var og er og verður reynt. a
Og fyrr má landið langra skugga sjá b
en lífsins innsta rödd oss vakni hjá, b
ef lífið fyrir munn og maga’ er treint. a
Þorsteinn Þorsteinsson er einnig sá sem fyrstur yrkir sonnettu með
þremur rímhljómum. Er hana að finna í títtnefndum Sónháttum hans
og ber nafnið „Upp, upp, mín sál!“. Þessi sonnetta felur í sér hvatningu
til allra Vestur-Íslendinga til þess að efla tengslin við íslenskan menn-
ingararf. Hann er sá nægtabrunnur sköpunarinnar sem skáldin geta
alltaf sótt efni í – lindin sem aldrei þornar:
Rís upp vor sál úr sannleiks dauðaleit a
og sæktu vitið, er þér drottinn gaf, b
í arfinn mikla fyrir handan haf, b
en hérlenzkunni vísa á eigin sveit. a
Vort útibú, þótt ei í heimareit, a
skal íslenzkt nægtabúr, sem fyllt sé af b
þeim björtu ljósum – lýst þeim töfrastaf, b
sem landið sjálft í íslenzk hjörtu reit: a
Hver vikivaki og þjóðlag andlegt óf c
í uppistöðu lífs þíns fyrirvaf. b
Hvert ævintýri gulls í námann gróf. c
Hver gáta vakti hugsun þá, er svaf. b
Hvert „sonar torrek“ vængi vonar hóf. c
Hvert vöggustef þér byr í seglið gaf. b
Fækkun rímhljómanna í sonnettum íslenskra skálda verður ekki aftur
sýnileg fyrr en í kveðskap Jakobs J. Smára í ljóðabók hans, Kalda-
vermsl, sem út kom árið 1920. Hann er einnig sá sem fyrstur dregur í