Són - 01.01.2006, Page 83
83
Jón Sigurðsson
Um Kolbein í Kollafirði
Um og upp úr miðri síðustu öld þekktu flestir vísna- og ljóðaunnend-
ur nafn Kolbeins í Kollafirði. Margar stökur hans urðu fleygar og
skulu nokkur dæmi nefnd:
Oft hef ég saman orðum hnýtt
einum mér til gleði.
Það er annars ekkert nýtt
að Íslendingur kveði.
(Til lesendanna: Hnoðnaglar, 9)
Ægir kringum eyjarnar
ótal hringi setti.
Geislafingur glóeyjar
gull að lyngi rétti.
(Vormorgunn: Hnoðnaglar, 80)
Leiðast fljótt hin leyfðu hnoss
— löngum svo til gengur. —
Sætastan þeir segja koss
sem er stolinn fengur.
(Glettni lífsins: Hnoðnaglar, 81)
Þeim eru víð hin þröngu hlið
sem þínar erfðu gnóttir.
Þú átt allt og alla við,
íslenskunnar dóttir.
(Ferskeytlan: Hnoðnaglar, 89)
Bezt hafa þeir á brautu þrætt,
er brast ei viljann seiga.
Þeim er oft við hrösun hætt,
sem hjarta viðkvæmt eiga.
(Viðkvæmni: Hnoðnaglar, 117)
Oft hann svíkur sannleikann,
sér þar ekki vígi.
Aftur sífellt sýnir hann
samúð hverri lygi.
(Viðhorfamaður: Hnoðnaglar, 132)
Þennan mun ég þræða stig
þó að vinir týnist.
Læt ég engan leiða mig
lengra en mér sýnist.
(Ágreiningur: Kröfs, 193)
Nýsköpunin aðeins er í áfenginu.
Þar er sókn í sjálfstæðinu.
Seinna gengur öllu hinu.
(Nýsköpun: Kröfs, 208)
Illt er að hafa ekki grun
um örlagareglur stríðar:
að sérhver breytni mannsins mun
mæta honum síðar.
(Það er bágt: Kröfs, 209)