Són - 01.01.2006, Síða 84
JÓN SIGURÐSSON84
Samning bræða særðir menn,
segja stæði á glóðinni.
Sporin hræða ekki enn
út þó blæði þjóðinni.
(Stjórnarkreppa, Kröfs, 211)
Jór í traðir ólmur óð,
eldur skín við hófadyn.
Stóð á hlaði fagurt fljóð,
fagnar sínum bezta vin.
(Heimkoma: Hnoðnaglar, 89)
Stjarni hampar eyrum ör,
augun glampa, tindra.
Veldur krampa í kroppnum fjör,
kveikir á lampa Sindra.
(Stjarni: Hnoðnaglar, 92)
Það er mikil sjón að sjá,
sundrast ryk á vegi.
Kröftugt stikar kostum á
klárinn hrikalegi.
(Hriki: Hnoðnaglar, 100)
Þótt ég gerist þreytugjarn,
þoli ei raunir harðar,
alltaf ber ég eins og barn
ást til Kollafjarðar.
(Sama og fyrr: Hnoðnaglar, 141)
Sumir dengja launalá,
landssjóðs-engi í múga flá.
Kreppa engin þjáir þá,
þar er lengi hægt að slá.
(Samkveðlingar, brot: handrit)
Gleði manns er gleymið sprund,
glöpin yfir breiðir.
Sorgin hljóð og hörð í lund
hann til þroska leiðir.
(Systur: handrit)
Vegi Guðs er vant að sjá,
verra þó að rata.
Maður hendist endum á
ýmsra milli hvata.
(Guðs vegir: Kröfs, 196)
Forsælunnar fölva ból
fullt ég þakka og virði,
þótt ég varla sjái sól
síðan í Kollafirði.
(Forsælan, handrit)
II
Kolbeinn Högnason var þekktur maður í bændastétt á sínum tíma
meðan hann bjó á ættarbýli sínu í Kollafirði á Kjalarnesi. Síðar varð
hann skrifstofumaður í Reykjavík um nokkurra ára skeið uns hann
lést tæplega sextugur vorið 1949. Kolbeinn mótaðist af þeim hug-
sjónum sem brugðu birtu yfir líf aldamótakynslóðarinnar á fyrra
hluta 20. aldar. Þessar hugsjónir setja greinilegan svip á kveðskap
hans eins og þau dæmi sýna sem hér fara á eftir: