Són - 01.01.2006, Page 85
UM KOLBEIN Í KOLLAFIRÐI 85
Þótt vinnist fé, þótt vinnist lönd
á vegum logins máls
það færir hvern í brugðin bönd
hins blekkta lífs og táls.
En eins mun reyna aftur sá,
þótt undir verði í leik
en sannleik bar – að leið hans lá
til lífs er ekki sveik.
(Sannur málstaður, brot: Kurl, 30)
Enginn vorra áhrifadrengja
eins og hann – það er létt að sanna –
fastar og meira bar fyrir brjósti
bændahag – um lífsins daga.
Enginn sannar sigurs unni
sveitamenning – og trúði heitar
giftu hennar og göfgi að lyfta
Grettistökum hins þarfa, rétta.
(Tryggvi Þórhallsson ráðherra, brot: Olnbogabörn, 116)
Þó gorti þeir af sínum sjóð
er safna gulli og okra á því
er mér samt yrkjugleðin góð
sem grær mér brjósti í.
Og henni að þjóna ég þrái mest
því það er takmark lífsins glæst.
Hún leggur Guði lið sitt best
og líka er honum næst.
(Yrkjugleði, brot: Kræklur, 143)
Ef ætti kraftamagn mitt mál
ég mundi á heilladegi
nú þrýsta trú í þjóðarsál
sem þrautir hræddist eigi,
sem stóra bæri stefnu í sér,
er styrkti ræktarbandið,
það trú á guðlegt athvarf er
og unga, frjálsa landið.
(Lýðveldisljóð Íslendinga, brot: Kurl, 11)