Són - 01.01.2006, Page 91
UM KOLBEIN Í KOLLAFIRÐI 91
og hugsjónir. Slíkt var og alveg í samræmi við ráðandi hugmyndir
þessara kynslóða um skáldskap.
Að venju skálda af sinni kynslóð orti Kolbeinn allnokkur söguljóð
og nýtir sögulegt efni víða í kvæðum sínum. Sum sögukvæðanna
halda vel gildi og skírskotun og má sem dæmi nefna kvæðið um Síðu-
Hall (Kurl) sem dæmi. Athyglisvert er að Kolbeinn tekur í nokkrum
kvæðum sjónarhorn kvenna sem einatt hefur verið ýtt til hliðar í bók-
menntunum.1
Náttúrudýrkun liggur eins og rauður þráður um kveðskap Kol-
beins Högnasonar og tilfinningin að vera og eiga að vera hluti nátt-
úrunnar, landsins, erja jörðina sem bóndi og láta sér annt um jörð og
skepnur. Kolbeinn átti jafnan úrvalshesta í Kollafirði og var mikill
hestamaður og elskur að gæðingum sínum. Hann orti til þeirra og
mærði þá í vísum. Nefndir eru Hriki, Jarpur, Stjarni og Tvistur. Hins
vegar hyllir Kolbeinn menn og hugsjónir í kvæðum og vísum og hann
beitir líka lýsingum og frásögn málstað sínum til stuðnings. Náttúru-
lýsingar og veðurlýsingar þjóna hlutverkum í skáldlegum málflutn-
ingi hans. En hann þarf líka að gagnrýna og lýsa andstöðu eða lasta
og spésetja eftir atvikum.
Það kemur margvíða fram í kvæðum og vísum Kolbeins Högna-
sonar að honum finnst hann sjálfur hafa tapað orrustu og jafnvel
tapað í úrslitabaráttu um örlög mannfélags og menningar. Honum
finnst greinilega að sveitamenningin sé hrakin á undanhald, að ný
viðhorf og nýtt skipulag berji menn niður og hreki þá frá æskilegum
lifnaðarháttum og hreinu lífi og frelsi í heimahögum. Þjóðrækileg
frumstæðishyggja sem kynslóð hans trúði á hefur beðið hnekki eða
jafnvel skipbrot. Þegar stríðið, verðbólgan og óðabreytingarnar hafa
lagt Ísland undir sig finnst honum kynslóð sín orðin nokkurs konar
útlagar á mölinni og honum finnst hann sjálfur þar á meðal hafa
hrökklast á flótta að heiman.
Hann kennir þetta almennum þróunaráhrifum og óheppilegum
áhrifum einhverra tiltekinna manna og stjórnmálaafla. Hann hafði
verið Framsóknarmaður en gekk í Bændaflokk Tryggva Þórhalls-
sonar og Jóns í Stóradal. Hann hafði byggt myndarlega í Kollafirði
og var áhugasamur í búskapnum. Hann var meðal forystumanna í
1 Dæmi um þetta eru í kvæðunum: Brúar-Brúnn (Olnbogabörn), Dauði Kolbeins
unga (Kræklur), Solveig á Miklabæ (Kurl), Unnur Marðardóttir (Kurl), Valgerður
í Hlíð (Kurl), Hólsfjalla-Guðrún (Kröfs).