Són - 01.01.2006, Síða 96
JÓN SIGURÐSSON96
ingu í orðfæri sveitamanns. Í fremsta kvæðinu er reyndar vikið að
járnsmíði Kolbeins eldra í Kollafirði, afa skáldsins, en hann var þjóð-
hagi og er til vísa um það eftir sóknarprestinn síra Matthías Jochums-
son. Fremri helmingur bókarinnar er kvæði en síðari helmingurinn
stökur. Flest kvæðin eru tækifæriskvæði, afmæliskvæði, minningarljóð
eða aðrar kveðjur.2
Annar hlutinn ber heitið Kræklur, tekið eftir fyrsta kvæði bók-
arinnar. Í þessum hluta safnsins eru kvæði með ýmsu efni og fjöl-
breytilegum brag.3
Þriðji hluti safnsins, Olnbogabörn, tekur nafn sitt af næstfremsta
kvæðinu. Í þeim hluta eru kvæði af ýmsum toga og aftast eru nokkrar
þýðingar. Fremst er þar kvæðið „Móðurást“ (bls. 9).4
Næsta kvæðasafn, Kurl, er rúmar 300 blaðsíður en nokkrar þýðing-
ar eru aftast í bókinni. Safnið dregur nafn af fremsta kvæðinu.5
Síðasta bókin, Kröfs, tekur nafn sitt af fyrsta kvæðinu. Kvæðin eru
af ýmsu tagi, tækifærisljóð, margs konar hugleiðingar og kvæði sem
orðið hafa til á ferðalögum og fleira.6 Loks er að nefna á blaðsíðu 222
og áfram þátt um samkveðlinga, „Sláttuvísur“, sem kunnar urðu um
Brautarholtstúnið, Kreppulánaengið og ýmislegt fleira.
2 Nefna má úr fyrsta hluta kvæðasafnsins: Kollafjarðarhjónin (10. bls.), Breyttur (18),
Þórður Guðnason (20), Þorvaldur Guðmundsson (25), Hugleiðing (28), Úrkula
(35), Magnús Helgason (39), Jón Jónsson í Stóradal (40), Viktoría Guðmundsdóttir
(45), Vorvísur (49), Andrés Ólafsson (57), Ekki mun ég hræðast þig (67), Bjarni
Ásgeirsson (72).
3 Nefna má til dæmis úr þessum hluta: Kræklur (bls.10), Sáðmaðurinn (26), Starfs-
gleði (29), Fjarlægð (48), Sauðamenn (58), Hjón (64), Fórnin (80), Útlagaljóð (91),
Ég kveð þig, sumar (95), Jón biskup Vídalín (97), Í Naustanesi (103), Hestamenn
(114), Sigling um dauðans sjó (132), Magnús Helgason (138), Yrkjugleði (143),
Þjórsárdalur (148), Magnús Stefánsson (152).
4 Þar er einnig vert að nefna: Olnbogabörn (12), Kristur (16), Dagsetur (21), Í háska
(25), Rökkurljóð (50), Desember (60), Bólu-Hjálmar (83), Esja (88), Vegamót
(103), Tryggvi Þórhallsson (116), Brúar-Brúnn (119), Vorgleði (137).
5 Að auki má nefna sem dæmi: Sannur málstaður (29), Fjörbrot (33), Rökkur (42),
Á auðnum (67), Lúsarbit (74), Guðjón í Laxnesi (77), Augnablik (85), Greiðasemi
(86), Er vorhljómar vakna (103), Síðasta ólagið (111), Áramót (112), Þróun (113),
Hvað er lífið? (121), Valgerður í Hlíð (127), Vér dæmum (139), Þorgerður að
Öxará (140), Gutti í Koti (236), Náhrafn (237), Síðu-Hallur (243), Allt í hús (249),
Kveðja til ljóðsins (286).
6 Af kvæðum má þar nefna: Kröfs (5.bls.), Heima (16), Misgerðir (25), Gorkúlur
(33), Skammar skár (40), Óskhugur (44), Við Hreðavatn (51), Drykkjumaður (55),
Vettvangur dagsins (66), Stríðsgróðamaður (70), Heimþrá (88), Gyllti penninn
(90), Heimilisvísa (105), Græn jörð (106), Horft heim (119), Sálmur (121), Vor
(128), Sláttulok (132), Annar blær (164), Afmælisdagur (170), Mömmudrengur
(180), Ýlustrá (184), Arfurinn (185).