Són - 01.01.2006, Page 97
UM KOLBEIN Í KOLLAFIRÐI 97
IX
Tímar líða og gamlar bækur liggja í skáp. Þegar þær eru teknar fram
og lesnar að löngum tíma liðnum finnur lesandinn ný blæbrigði og
dæmir lesmálið á nýjan hátt. Samkvæmt venjunni verður það jafnan
færra, minna og styttra sem hlýtur „góðan“ dóm – og fleira, meira og
lengra sem þykir hafa þokast undan „tímans straumi“. Tilfinning,
ljóðskilningur og smekkur breytast smám saman án þess að maðurinn
sjálfur taki eftir því á líðandi stund. Kolbeinn Högnason í Kollafirði
var ágætur fulltrúi hagyrðinga og margar stökur hans standa enn vel
fyrir sínu enda þótt beint tilefni margra þeirra hafi þokast inn í
gleymskuna. Á umliðnum árum hefur áhugi og skilningur á vísnagerð
og hagmælsku góðu heilli vaxið mjög með þjóðinni og Kolbeinn stenst
ágætlega samanburð í þessari list.
En athugull ljóðalesandi mun einnig finna að nokkur kvæði Kol-
beins hafa varanlegt skáldskapargildi. Þar sem honum tekst vel upp
leika mál, ljóðstafir og rím vel saman með skýrum ljóðmyndum, frá-
sagnarhætti og boðun. Hann tjáir hug kynslóðanna sem ólust upp í
trú á heiðarlegt strit í skauti náttúrunnar í ættlandi metnaðar og þjóð-
rækni en sáu önnur sjónarmið sigra og ókunnugt samfélag rísa í land-
inu á rústum þessara hugsjóna. Í þessu túlkar Kolbeinn einlægar
kenndir og sístæð lífsgildi, og þar sem honum tekst best á hann enn
erindi við lesanda.
HEIMILDIR
LJÓÐABÆKUR KOLBEINS
Hnoðnaglar. 1943. Ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík.
Kræklur. 1943. Ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík.
Olnbogabörn. 1943. Ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík.
Kurl. 1946. Ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík.
Kröfs. 1948. Ísafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík.
SMÁSÖGUR KOLBEINS
Kynlegar kindur. Brynjólfur Magnússon, Reykjavík.
GETIÐ Í RITUM
Brynleifur Tobíasson. 1944. Hver er maðurinn. Íslendingaævir. Fagurskinna,
Reykjavík.