Són - 01.01.2006, Side 102
ÞÓRÐUR HELGASON102
bragarháttum. Hér verður nú staldrað við 11. ljóð flokksins sem hefst
svo:2
Lad os rejse, lad os vandre,
Lad os fjernt fra Verden gaa!
Lad os, enige med hverandre,
Evigt Stedet kun forandre,
Hvor vort Hjertes Blomst tør staa.
„Til Een“ er þannig eins konar óður til frelsisins, fjallalífsins, jafnvel
eirðarleysis – gegn hinni lamandi kyrrstöðu og gervilífi borgarans þar
sem vaninn og borgaralegt öryggi hefur tekið öll völd; óður til út-
lagans, uppreisnarmannsins auk þess að vera ljóð um ástina:3
Der er Død i denne Stilhed,
Denne døsig-sikre Ro!
Liv der er i Fjeldets Vildhed,
I en sydlig Aftens Mildhed,
Hvor Cypres og Fugne gro.
Þess má geta að „Til Een“ lýkur með bragði sem sem kallað hefur
verið rómantískt tvísæi; hið háleita og upphafna verður skyndilega og
án undirbúnings eða aðdraganda jarðfast með afbrigðum og lesand-
anum er þá kippt inn í kaldan veruleikann:4
Trofast? – ak, du ved det Hulde!
At mit Hjerte, varmt og ømt,
I sin Elskovs rige fulde
Verden kender ei til Kulde –
Ak, men Rejsen – er kun drømt!
2.2 Hátturinn
Erindin í þessum 11. þætti „Til Een“ eru, eins og fram hefur komið,
fimm línur, öll með fjórum bragliðum án undantekninga, og forliðir
sjást ekki. Rímið er AbAAb. Háttur þessi er eldri á Norðurlöndunum
2 Winther (1927:28).
3 Winther (1927:29).
4 Winther (1927:32–33).