Són - 01.01.2006, Page 103
GELLINI Á FERÐ OG FLUGI 103
en ljóðaflokkurinn sem hér er til umræðu og Hallvard Lie kynnir
nokkur skáld sem ortu undir honum áður en Winther kom til sög-
unnar með sitt ljóð.5
Á það má benda að í 27. ljóði í „Til Een“ beitir Winther hætti sem
er alveg eins og sá sem hér hefur verið lýst, fyrir utan það að hver lína
hefst á forlið svo sem sjá má á fyrsta erindi ljóðsins:6
Jeg ser det grant, du favre Kvinde!
At aldrig jeg har elsket før,
Men evigt vandret kun i Blinde!
Nu ved jeg vist, nu skal jeg vinde
Paa Jord min Himmel, før jeg dør.
2.3 Hátturinn kynntur á Íslandi
Háttur Winthers virðist fyrst koma til sögunnar heima á Íslandi í ljóði
Jónasar Hallgrímssonar, „Óskaráð“ með undirtitlinum „(Vinnukona
kvartaði um, að hún fengi ekki þjónustukaup)“. Kvæðið er léttvægt,
örlítið erótískt, og verður seint talið með afrekum Jónasar á skáld-
skaparsviðinu. Það hefst þannig:7
Ég skal kenna þér að þjóna
þrælnum fyrir ekki neitt.
Settu fyrst upp svarta skóna,
svo hann fari á þá að góna.
Gerðu honum síðan helið heitt.
Eins og sést á síðustu línunni er háttur Jónasar ekki alveg reglulegur
þar sem þríliður skýst inn, raunar eina frávikið í kvæðinu frá reglunni
um tvíliði.
Gísli Brynjúlfsson kemur einnig við sögu. Eftir hann er ljóðið
„Hreiðar og Hervör“ frá árinu 1848. Það er ástarljóð, fremur væmið,
og rís ekki hátt sem slíkt. Hér er síðasta erindið:8
5 Lie (1967:544).
6 Winther (1927:52).
7 Jónas Hallgrímsson (1944:192).
8 Gísli Brynjúlfsson (1891:354).