Són - 01.01.2006, Side 104
ÞÓRÐUR HELGASON104
Rís þá Hreiðar hetjan unga,
heldr mey í faðmi sér,
augun tala en eigi tunga,
aldrei framar stunan þunga
heyrist, sælan eilíf er.
Háttur Gísla er ekki alveg reglulegur þótt litlu muni.
III Grímur Thomsen
3.1 Háttur í uppáhaldi
Þegar háttanotkun Gríms Thomsen er könnuð blasir við sú stað-
reynd að hann hefur tekið ástfóstri við bragarháttinn sem hér hefur
verið gerður að umtalsefni. Alls yrkir hann undir honum sjö ljóð. Þau
eru „Jósephsdalur“, „Tókastúfur“, „Helga fagra“ í ljóðaflokknum
„Íslenskar konur“, „Svarkurinn“, „Allan a Dale“, „Konráð Gíslason“
og „Arnljótur gellini“.
Erfitt er að finna samnefnara fyrir öll þessi kvæði en þó má benda
á að þau fjalla gjarna um þá sem á einhvern hátt skera sig úr, eru ein-
mana, útlagar, útilegumenn og stórbrotnar hetjur en um leið ógæfu-
menn sem kljást við óstýrilát öfl hið innra.
Bragarhátturinn er hjá Grími ekki alveg hreinn; ekki alveg ein-
skorðaður við tvíliði. Fyrir kemur að sjá má forliði og þríliði læðast
inn.
3.2 Arnljótur gellini
Ég geri það að tilgátu minni að það sé einmitt ljóðið „Til Een“ sem léði
Grími háttinn er hann tók að huga að yrkisefnum eins og Arnljóti
gellina. Upphaf danska ljóðsins „Lad os rejse, lad os vandre“ og ýmis-
legt í anda þess bendir sterkt til þess.
Arnljótur gellini er að ýmsu leyti hárómantísk hetja – einrænn,
sterkur og hugaður – en einnig stigamaður í baráttu við umhverfið –
en þó fyrst og fremst við sjálfan sig, eðli sitt og stríða lund – en að
hinu leytinu má hann ekkert aumt sjá og hjarta hans slær með öllum
þeim sem minna mega sín.
Engum blöðum um það að fletta að Arnljótur gellini hitti í mark,
sló í gegn. Það vitum við best sem fengum ljóðauppeldi okkar eftir
miðja síðustu öld. Ekkert þótti sjálfsagðara en að við lærðum kvæðið
um hetjuna og stigamanninn, helst utan að, og skildum til hlítar bar-
áttu hans og sálarlíf.