Són - 01.01.2006, Page 108
ÞÓRÐUR HELGASON108
og gert að sinni eign og hún verður að haga sér í samræmi við það.
Hún er útlagi í eigin lífi:17
Meðan henni hrósar lýður,
hníga niður einnar tár,
tár frá þungum tómleiksstundum
[...]
svanninn aleinn syngur lúinn,
syrgjandi með votar brár.
Og svanninn syngur um þrældóm sinn, uppgerð, fé og frægð:18
„[...]
líkt og eimvjel áfram knúin,
yfir vissan sporveg snúin.“
Og í lokin á leikmærin einungis eina bón:19
„tak mig, tak mig hæðaheimur,
heiti, mildi næturgeimur!
Hyl mig alvalds örmum þínum,
eilíf-djúpi himnasjár!“
Þannig á leikmærin einsemdina og útlegðina sameiginlega með
Gellina og þeim fleiri sem hér hefur verið lýst. Það er hægt að þreyja
eyðimerkurgöngu í fé, frægð og frama.
4.4 Jónas Þorbergsson og eyðibýli
Árið 1936 kom út bókin Ljóð og línur eftir Jónas Þorbergsson. Þar er
að finna ljóðið „Eyðibýli“ og fer síður en svo illa á því að það sé undir
Gellina-hættinum. Eyðibýlið er eins konar útlagi, einmana og afskipt
fjarri byggðum – eins og Gellini forðum!20
Sligað er þak og snúnir ásar,
snaraðir veggir þessa ranns,
17 Þorsteinn Þ. Þorsteinson (1921:54–55).
18 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson (1921:55).
19 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson (1921:55).
20 Jónas Þorbergsson (1936:68).