Són - 01.01.2006, Blaðsíða 112
ÞÓRÐUR HELGASON112
Með tiginbornum sendisveitum
sat hann margan konungsfund.
Brá þar stundum beittum skeytum,
bar þar eins og ljón af geitum,
frjálsborinn og forn í lund.
Og áfram er Grími Thomsen lýst sem einfara, þrjóskum, þykkju-
þungum og utanveltu á margan hátt:29
Betra er að fylla bóndans sæti
í byggðum þeim, sem hjartað ann,
en reika einn um rökkvuð stræti,
rændur sínu eftirlæti,
í ónáð við sinn innri mann.
VI Hátturinn á öðrum miðum
Sálmar, ástaljóð og náttúrudýrkun
Vissulega koma fleiri skáld og verk þeirra við sögu háttarins sem hér
er í meginhlutverki. Matthías Jochumsson þýðir til dæmis sálm eftir
J. S. Blackie undir þessum hætti og skreytir hann meira að segja inn-
rími í fyrstu línu, en sálmurinn á vitaskuld ekkert skylt við útilegu-
manninn og ólánsmanninn Gellina:30
Englar hæstir, andar stærstir,
allir lofi Drottins nafn.
Allt, sem andar, allt sem lifir,
uppi, niðri, himnum yfir,
dýrki, lofi Drottins nafn.
Svo sem hér sést er hátturinn með rímlausri fyrstu línu eins og hjá
Guðmundi G. Hagalín.
Þeir Páll Ólafsson og Benedikt Gröndal eiga hvor sitt ljóðið undir
hættinum, Páll ástarljóðið „Manstu eftir fyrri fundum“31 og Benedikt
„Ó, þú fagri fjalladalur“32 sem er lofgjörð um íslenska náttúru í há-
rómantískum anda.
29 Davíð Stefánsson (1936:160).
30 Matthías Jochumsson (1937:24).
31 Páll Ólafsson (1984:134).
32 Benedikt Gröndal (1900:171).