Són - 01.01.2006, Page 116
EINAR JÓNSSON116
hnotskurn – einföldum orðum þess tekst það sem mest er vert
að gera þessa skynjun, reynslu verulega.
Á henni eru reist einkennilegustu kvæðin í bókinni, Bersalir
til dæmis, orðin öldungis huglæg, sem orða sinn eigin heim svo
einkennilega nálægan og nærtækan okkar heimi hinna. Til
þeirra verður varla vitnað nema í heilu lagi – hér er [...] ljóð sem
nefnist Mörleysur til marks um þann áfanga sem Stefán Hörður
er nú staddur:4
Grjót og loft.
Engar vörður benda á leiðir
til næstu grasa.
Á þessum auða stað
í veggjalausri þögninni
kviknar þér sumartungl.
Veiðimaður og bráð hugrenninga
næturþokan flýr af enni þínu.
Eggjar glóa. Það er morgunn.
Þú hverfur inn í dögunina
bak við morguninn.
Ljóðið er að mínu viti gott dæmi um þann áfanga sem Stefán Hörður
var staddur í árið 1970. En Ólafi Jónssyni er hér líkt farið og mann-
inum sem leitar að fjallinu Laufsölum, að hann „eygir hvergi fjallið
sjálft“. Munurinn er hins vegar sá að ljóðmælandinn bæði í „Mör-
leysum“ og „Fjöll“ veit af fjallinu sem leynist sjónum, hinu hlutlæga
fjalli, en bókmenntafræðingurinn ekki.
Mörleysur eru dálítið fjallpláss í miðjum suðurhlíðum mikils fjalls
á Suðurlandi, sem í rauninni heitir ekki neitt5 en er þó engu að síður
fjall guðanna, fegurðarinnar og skáldskaparins. Þetta er skáldinu,
veiðimanninum sem hefur sér hugrenningar að bráð, og er þar á ferð fylli-
lega ljóst þrátt fyrir að fjallinu sé sparlega lýst: Grjót og loft. Kannski er
þá enn þoka á háfjallinu, kannski sér ekki til háfjallsins þar sem
skáldið er statt í fjallshlíðinni. Í ljóðinu verður náttúran sjálf – skynj-
un skáldsins á þessum tiltekna stað og tíma – og heimur skáldskapar
4 Ólafur Jónsson (1979:95–96); Stefán Hörður Grímsson (2000:85).
5 Íslandsatlas (2005, kort 40 og 73) og Lambafell og Seljavellir (örnefnaskrá).