Són - 01.01.2006, Page 119

Són - 01.01.2006, Page 119
„... EN EYGIR HVERGI FJALLIÐ SJÁLFT“ 119 Af þessu skáldi fer engum frekari sögum en vel má hugsa sér að það hafi haldið áfram göngunni á jökulinn og snúið ofan heilt á húfi fyrst veðrið var svona gott. Eða var það hér sem skáldið hætti við að ganga á jökulinn, hélt til bæjar og gekk inn til heimilisfólksins að að- gæta hverju það spáði fyrir sér um sumarið? En einkennilega er þetta ferðalag í „Mörleysum“ og umhverfi þess líkt jökulgöngu annars skálds: Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Þó ber mikilvæg atriði á milli. Náttúrudulhyggjan er keimlík en tengist kristni (páskar, upprisa) í sögu Ólafs en ekki alþýðutrú eða þjóðtrú. Aðstæður Ólafs Kárasonar á göngunni eru einnig verri. Sólin kemur seinna upp á leið hans og í stað þess að þokunni létti, eins og í „Mörleysum“, er veðurútlitið ótryggt: „Yfir hafinu var svartur veðra- mökkur í aðsigi.“14 Rúmum tveimur áratugum eftir að Ljósvíkingurinn kom fyrst út upplýsti Laxness um mikilvæg atriði varðandi vinnuna við söguna og örlög aðalsögupersónunnar: „Loks fór ég uppá Eyafjallajökul síðla vetrar og lá þar í tjaldi til að hafa fyrir augum þann stað þar sem skáld mitt samsamaðist loftinu í einu éli. Ekkert afl milli himins og jarðar hefði getað dregið mig útí skíðagaungur og útilegur á jöklum nema þetta skáld.“15 Hér þarf ekki fleiri vitna við. Hinar frægu upphafslínur Laxness í Fegurð himinsins16 eiga sér að viðfangsefni sama fjall og upphaf „Gunnarshólma“ hjá Jónasi. Og lesandi þessa greinarkorns er vonandi viljugri nú, en áður en lesturinn hófst, að taka undir eftirfarandi staðhæfingu: Það fjall sem Stefán Hörður gerir að yrkisefni í „Mörleysum“ er honum allt að því skyldugt viðfangsefni. Ljóðið hefur hann líklega ort eftir 1963. Það hefur ekki reynst vel í Rangárþingi að höggva þrisvar í sama knérunn. Og Stefán Hörður stillir sig þótt yrkisefnið og fjallið sé það sama og hjá hinum skáldunum tveimur. Ljóðið tjáir þann grimma sannleik að þar sem jökulinn ber við loft [...] þar ríkir fegurðin ein [...], er enginn skáldskapur. Mér, sem stundum geri mér ferð á fornar slóðir austur undir Fjöllum, hættir til að finnast það eðlilegur hluti hversdagsleikans að horfa á Fjöllin og jökulinn í spegli Jónasar – í himinblámans fagurtæru lind.17 En raunar er það undarlegt að hafa verið léður slíkur spegill. 14 Halldór Laxness (1955(II):321). 15 Halldór Laxness (1963:235). 16 Halldór Laxness (1955(II):157). 17 Jónas Hallgrímsson (1993:44).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.