Són - 01.01.2006, Page 119
„... EN EYGIR HVERGI FJALLIÐ SJÁLFT“ 119
Af þessu skáldi fer engum frekari sögum en vel má hugsa sér að
það hafi haldið áfram göngunni á jökulinn og snúið ofan heilt á húfi
fyrst veðrið var svona gott. Eða var það hér sem skáldið hætti við að
ganga á jökulinn, hélt til bæjar og gekk inn til heimilisfólksins að að-
gæta hverju það spáði fyrir sér um sumarið?
En einkennilega er þetta ferðalag í „Mörleysum“ og umhverfi þess
líkt jökulgöngu annars skálds: Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Þó ber
mikilvæg atriði á milli. Náttúrudulhyggjan er keimlík en tengist
kristni (páskar, upprisa) í sögu Ólafs en ekki alþýðutrú eða þjóðtrú.
Aðstæður Ólafs Kárasonar á göngunni eru einnig verri. Sólin kemur
seinna upp á leið hans og í stað þess að þokunni létti, eins og í
„Mörleysum“, er veðurútlitið ótryggt: „Yfir hafinu var svartur veðra-
mökkur í aðsigi.“14
Rúmum tveimur áratugum eftir að Ljósvíkingurinn kom fyrst út
upplýsti Laxness um mikilvæg atriði varðandi vinnuna við söguna og
örlög aðalsögupersónunnar: „Loks fór ég uppá Eyafjallajökul síðla
vetrar og lá þar í tjaldi til að hafa fyrir augum þann stað þar sem skáld
mitt samsamaðist loftinu í einu éli. Ekkert afl milli himins og jarðar
hefði getað dregið mig útí skíðagaungur og útilegur á jöklum nema
þetta skáld.“15 Hér þarf ekki fleiri vitna við. Hinar frægu upphafslínur
Laxness í Fegurð himinsins16 eiga sér að viðfangsefni sama fjall og
upphaf „Gunnarshólma“ hjá Jónasi.
Og lesandi þessa greinarkorns er vonandi viljugri nú, en áður en
lesturinn hófst, að taka undir eftirfarandi staðhæfingu: Það fjall sem
Stefán Hörður gerir að yrkisefni í „Mörleysum“ er honum allt að því
skyldugt viðfangsefni. Ljóðið hefur hann líklega ort eftir 1963.
Það hefur ekki reynst vel í Rangárþingi að höggva þrisvar í sama
knérunn. Og Stefán Hörður stillir sig þótt yrkisefnið og fjallið sé það
sama og hjá hinum skáldunum tveimur. Ljóðið tjáir þann grimma
sannleik að þar sem jökulinn ber við loft [...] þar ríkir fegurðin ein [...], er
enginn skáldskapur.
Mér, sem stundum geri mér ferð á fornar slóðir austur undir
Fjöllum, hættir til að finnast það eðlilegur hluti hversdagsleikans að
horfa á Fjöllin og jökulinn í spegli Jónasar – í himinblámans fagurtæru
lind.17 En raunar er það undarlegt að hafa verið léður slíkur spegill.
14 Halldór Laxness (1955(II):321).
15 Halldór Laxness (1963:235).
16 Halldór Laxness (1955(II):157).
17 Jónas Hallgrímsson (1993:44).