Són - 01.01.2006, Page 123
1 Sigfús Daðason (1959:78–81).
Örn Ólafsson
Gömul prósaljóð og fríljóð
svar við grein: „Þankabrot um ljóðbyltingar“
Fyrir nokkru barst mér 3. árgangur tímaritsins Sónar – að gjöf frá
Þorsteini Þorsteinssyni, sem á þar 50 blaðsíðna grein, Þankabrot um
ljóðbyltingar. Þarna er mikill fróðleikur saman dreginn og greinin vel
skrifuð svo sem vænta mátti. Einkum dáðist ég að haglegum
ljóðaþýðingum Þorsteins. Það liggur við að þetta sé merkisgrein en
því miður spillir Þorsteinn henni með óvönduðum tilvitnunum og
kreddufestu.
Greinin fjallar um þá miklu byltingu í bókmenntum sem hófst í
Frakklandi á síðustu áratugum 19. aldar og breiddist út um lönd og
álfur, einkum á fyrsta fjórðungi 20. aldar. Þetta er óumdeilt en hitt
greinir menn nokkuð á um hvar eigi að draga mörkin milli þessara
bókmennta og annarra og hvað eigi að kalla þennan bókmennta-
straum. Ég hafði um hann orðið módern í bók minni um módernisma í
íslenskum bókmenntum, Kóralforspil hafsins (1992), að fyrirmynd
Eysteins Þorvaldssonar í bók hans Atómskáldin (1980). Þorsteinn hafn-
ar þessu orði vegna þess að það sé óljóst þar sem það sé notað í mis-
munandi merkingum, til dæmis af okkur Eysteini. Þess í stað talar
Þorsteinn um nútímaljóðlist – væntanlega að fyrirmynd Sigfúsar Daða-
sonar.1 Sigfús leggur áherslu á hnitmiðun eða samþjöppun, en skil-
greining Þorsteins er öðruvísi, mun víðtækari:
... má [...] halda því fram að frelsi undan bragreglum hafi verið
forsenda nýrrar ljóðhugsunar af margvíslegu tagi sem telja má
einkennandi fyrir nútímaljóð. Þar á meðal væru eftirfarandi
nýjungar: (1) Prósaljóð, (2) fríljóð og frjáls hrynjandi, ný fyrir
hvert ljóð, „hrynjandi tónhendingarinnar“ (Pound), (3) rað-
kvæmar myndir eins og í súrrealisma, og sjá má til dæmis í
íslenskum ljóðabókum eins og Imbrudögum eftir Hannes Sigfús-