Són - 01.01.2006, Blaðsíða 124
ÖRN ÓLAFSSON124
2 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:97).
3 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:123).
4 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:100).
son eða Óljóðum eftir Jóhannes úr Kötlum, [nmgr. með dæmum]
(4) ljóðbygging ólík því sem er í brag: rofin framvinda, mósaík-
myndir, blandað og ósamstætt efni (klausur á erlendum málum,
samtalsbútar, löng sítöt eins og t.d. í Cantos eftir Pound).2
Þorsteinn segir ennfremur:
Ég kýs því heldur að nota orðið nútímaljóð – í víðri merkingu –
um þær sundurleitu tegundir skáldskapar sem litið hafa dagsins
ljós eftir ljóðbyltingarnar á 19. og 20. öld og eiga það sameigin-
legt, þótt sundurleitar séu, að fara á margan hátt í bága við
ljóðhefðir sem áður voru ríkjandi. Þetta getur tæplega kallast
skilgreining og er þar af leiðandi lítt fallið til útilokunar, enda er
það ekki tilgangur minn, eins og oft virðist vera þegar menn tala
um módernisma. Önnur ástæða til að sneiða hjá hugtakinu er
að endingarnar -ismi og -istar gefa ósjálfrátt til kynna að um sé
að ræða hreyfingu og þátttakendur í hreyfingu. Staðreyndin er
hinsvegar sú að öll skáld sem hafa lagt mikið af mörkum til
nútímaljóðlistar eru einfarar, í þeim skilningi að þau eru einstök
og ólík öðrum skáldum.3
Það eru lítil tíðindi að mikil skáld séu sérstæð. Hitt er fráleitt að
ekki megi sjá samkenni slíkra skálda sem ortu á sama tíma og héldu
jafnvel hópinn. Nægir hér að nefna rómantísku skáldin íslensku, svo
sem Jónas, Steingrím og Matthías annarsvegar, eða síðar þá Davíð og
Tómas. Og þá blasir við önnur mótbára við þessu tali Þorsteins; enda
þótt hann noti fleirtölumynd; hugtak hans „ljóðhefðir sem áður voru
ríkjandi“ setur öll þessi skáld sem nú voru nefnd undir einn hatt. En
það er með öllu fráleitt nema eingöngu sé átt við reglubundna brag-
arhætti. Og hér skilgreinir Þorsteinn „nútímaljóð“ neikvætt, enda þótt
hann lái Hugo Friedrich neikvæðar skilgreiningar á fyrirbærinu.4
Þorsteinn vitnar í ummæli Jóns Óskars 1975 og virðist taka þau góð
og gild:
„Við atómskáldin ortum aldrei eitt einasta ljóð um sögulegan
atburð úr Íslendingasögum eða mannkynssögunni frá liðnum