Són - 01.01.2006, Page 125
GÖMUL PRÓSALJÓÐ OG FRÍLJÓÐ 125
5 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:127).
6 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:122).
öldum eða upp úr þjóðsögum eða goðafræði eins og nítjándu
aldar skáldin og aldamótaskáldin og raunar allir fyrirrennarar
okkar gerðu.“5
Þetta er ekki satt, mörg nýrómantísk skáld sniðgengu þetta líka,
meðal annars Jónas Guðlaugsson, Jóhann Sigurjónsson, Jakob Smári,
Stefán frá Hvítadal, Tómas og Davíð (framanaf). Enn einn agnúi á
skilgreiningu Þorsteins er orðhengilsháttur. Hann segir:
Nú er það auðvitað rétt að ýmsar eigindir sem algengar eru í
nútímaljóðum má finna í eldri skáldskap, um það þarf ekki að
deila; en það er ankannalegt, og bendir til þess að orðanotkun
sé hæpin, að kalla kvæði Sapfóar eða Villons módern, því
grunn-merkingarþáttur þess orðs hlýtur alltaf að vera ‚nútím-
inn‘. Í mínum augum að minnsta kosti er það lokleysa að tala
um að nútímaljóð – eða módern ljóð – hafi verið ort í fornöld
[...]6
Lokleysan er Þorsteins, það er augljóst af bókmenntasögunni að
heiti nýrra strauma og stefna hafa verið tilviljanakennd og oftar en
einu sinni verið kennd við nútíma sem nú er löngu liðinn (t.d. Les
anciens et les modernes í Frakklandi 17. aldar). Það nær engri átt að bíta
sig í slíkt orðalag, auðvitað á að líta á helstu einkenni straumsins og
þá ber að sjálfsögðu að aðgæta hvort þau koma fram á öðrum stað og
tíma, og þá á hvern hátt.
Megineinkenni nútímaljóða eru samkvæmt Þorsteini prósaljóð og
fríljóð, svo sem að framan var rakið, og það telur hann komast á
alþjóðlega undir lok 19. aldar í Frakklandi, en uppúr seinni heims-
styrjöld á Íslandi. Hvort tveggja er alrangt.
Bragfrelsið alþjóðlega
Þorsteinn sakar mig um „hlutahyggju“, að yfirfæra á allan þennan
bókmenntastraum (módernismann), einkenni hluta hans. En ég held
það væri sanni nær að saka hann um rökvillu eðlisfylgni (collateral-
isma), að halda að það hljóti að vera tengsl milli fyrirbæra vegna þess
að þau fóru saman í tíma og rúmi. Fríljóð komust vissulega í tísku í