Són - 01.01.2006, Qupperneq 128
ÖRN ÓLAFSSON128
Hvað kemur þetta módernisma við? Þorsteinn lætur ógert að fjalla
um þetta, rekur bara orð Holz um að
franska vers libre-hreyfingin boðaði Þjóðverjum ekkert nýtt. Það
er að líkindum nokkuð ofsagt, en breytingin var þó hvergi nærri
eins byltingarkennd og í Frakklandi.15
En í hverju lá munurinn? Hér er ekki rúm til að fjalla ítarlega um
þetta. Ég bendi þess í stað á ítarlega rannsókn Nylanders, einkum
fyrstu rúmlega hundrað blaðsíðurnar um prósaljóð 18. aldar. En fáein
dæmi legg ég í dóm lesenda. Náttsálmar Novalis eru mestmegnis
prósaljóð, en innan um eru kvæði undir reglubundnum bragarhátt-
um.16 Ég reyni hér að snara öðrum Náttsálmi. Hann er hátíðlegt, tign-
andi ákall, en sama gildir um prósaljóð 20. aldar skáldanna Tagore,
Saint-John Perse og Léopold Cédar Senghor.17
Verður morgunninn alltaf að koma aftur? Þrýtur aldrei ofbeldi
hins jarðneska? Vesælt óðagot eyðir himnesku aðflugi nætur-
innar. Mun aldrei heilög fórn ástarinnar brenna að eilífu? Ljós-
inu var úthlutaður sinn tími en drottnun næturinnar markast
hvorki af tíð né stað. – Eilíft varir svefninn. Helgur svefn – ekki
skaltu of sjaldan gera sæla hana sem nóttinni er vígð í þessu
jarðneska dagsverki. Einungis kjánar bera ekki kennsl á þig og
vita ekki af neinum svefni sem skugganum sem þú kastar á
okkur af meðaumkun í rökkri sannrar nætur. Þeir finna ekki
fyrir þér í gullnum straumi þrúgnanna – í undraolíu möndlu-
trésins og brúnum safa valmúans. Þeir vita ekki að það ert þú
sem svífur um viðkvæm brjóst stúlkunnar og gerir kjöltuna að
himni – grunaði ekki að úr gömlum sögum kemur þú fram og
opnar himininn og berð lykilinn að dvalarstað sælla, þögull
sendiboði óendanlegra leyndardóma.
15 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:106).
16 Ekki er hér rúm fyrir langt umtal um þetta, ég nefni bara að einnig hjá Hölderlin
eru órímuð ljóð með mislöngum línum í óreglulegri hrynjandi, t.d. Versöhnender der
du nimmergeglaubt ... (SW 301 o.áfr.)., Friedensfeier (SW 307 o.áfr.), Wenn aber die
Himmlischen (SW 365 o.áfr.), Und mitzufühlen das Leben, Vom Abgrund nämlich, Der
Vatikan, Griechenland (SW 379-383).
17 Muss immer der Morgen wiederkommen? Endet nie des Irdischen Gewalt?
Unselige Geschäftigkeit verzehrt den himmlischen Anflug der Nacht. Wird nie der
Liebe geheimes Opfer ewig brennen? Zugemessen ward dem Lichte seine Zeit,
aber zeitlos und raumlos ist der Nacht Herrschaft. – Ewig ist die Dauer des