Són - 01.01.2006, Síða 136
ÖRN ÓLAFSSON136
Snorra Hjartarsonar, Sigfúsar Daðasonar, Einars Braga, Hannesar
Péturssonar, Matthíasar Johannessen og Dags Sigurðarsonar teljist til
nútímaljóða? Hverju eru menn nær? Hvað eiga öll þessi skáld
sameiginlegt annað en að yrkja á íslensku á sama tímabili og þá iðu-
lega fríljóð og prósaljóð.
Þorsteinn segir ennfremur:
Reyndar kemur hvergi fram í umræðu hér á landi (fyrr en með
þýðingu Benedikts Hjartarsonar á súrrealistaávarpinu) svo mér
sé kunnugt, það sem þó var stefnuskráratriði hjá Breton, að
samband liðanna í myndhverfingu ætti að vera sem langsóttast,
hin frjálsu hugtengsl sem handahófskenndust.41
Þetta er enn eitt dæmi um hve lítt Þorsteini nýtast rit sem hann
vitnar til. Ég sagði í bók minni:
Megineinkenni súrrealískrar listar má telja það, sem helsti leið-
togi súrrealista, André Breton, hélt mjög á lofti, og tók raunar
eftir öðru skáldi, Pierre Reverdy, að skáldleg mynd yrði því
máttugri, sem hún tengdi meiri andstæður saman. Því voru
súrrealistar einatt að vitna til klausu úr Söngvum Maldorors
eftir Lautréamont (frá árinu 1869): „Fagurt eins og þegar
saumavél og regnhlíf hittast af tilviljun á líkskurðarborði.“42
Þorsteinn tilfærir klausu úr fyrra Surrealistaávarpi Bretons réttilega:
„Myndin er hrein sköpun andans.
Hún getur ekki orðið til við samanburð heldur við tengingu
tveggja veruleika sem eru meira eða minna fjarlægir.
Því langsóttara og réttara sem samband veruleikanna tveggja
sem tengjast er, því sterkari verður myndin, þeim mun meiri til-
finningaþrótti og skáldlegum veruleika býr hún yfir.“43
En í framhaldi lætur Þorsteinn eins og orðið sem ég auðkenndi,
standi ekki þarna, sambandið eigi bara að vera „handahófskennt“.
41 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:116).
42 Örn Ólafsson. Kóralforspil hafsins (1992:55).
43 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:112).