Són - 01.01.2006, Síða 138
ÖRN ÓLAFSSON138
blaðsíðum og hvernig megineinkenni hans greinist frá áberandi ein-
kennum surrealisma.48 Hvorttveggja kalla ég módernisma. Ég ræði
líka ensk módern ljóð þar sem tilefni gafst til, nefnilega Eyðiland Eliots
í sambandi við Hannes Sigfússon.49
Meginniðurstaða mín var, að sameiginlegt einkenni ýmiskonar
módernisma í ljóðum og lausu máli sé sundruð framsetning, and-
stæðufull. En innan þessa meginstraums módernisma megi telja það
áberandi einkenni margra surrealiskra verka að tengja ósamrýmanleg
fyrirbæri svo að setning verði röklega óskiljanleg. Í expressjóniskum
verkum hef ég hinsvegar ekki rekist á það, heldur stílandstæður milli
skiljanlegra málsgreina, svo að heildarmyndin verður sundruð, rúm-
ar andstæður. Það á augljóslega líka við um Eyðiland Eliots og fleiri
ljóð hans, svo og annarra módernra skálda. Við þennan skilning verð
ég að standa því ekki hefur hann verið hrakinn og síst af Þorsteini
sem sniðgengur allt sem mælt gæti gegn hans gamalgrónu hugmynd-
um.
HEIMILDIR
André Breton. 1985. Manifestes surréalistes (frumútgáfa Paris 1924). Galli-
mard, Paris.
André Breton. 1978. Signe ascendant (frumútgáfa Paris 1949), Paris.
Eysteinn Þorvaldsson. 1980. Atómskáldin, Reykjavík.
Friedrich, Hugo. 1988. Die Struktur der modernen Lyrik. Rororo, Hamburg.
Halldór Laxness. 1930 og síðar. Kvæðakver, Reykjavík.
Halldór Laxness: Formáli að Nokkrum sögum í HKL: Þættir 1954.
Hallbjörn Halldórsson. 1929. Halldór Kiljan Laxness. Iðunn XIII. ár, bls.
385–396.
Hannes H. Gissurarson. 2003. Halldór, Reykjavík.
Klopstock. [1888]. Gesammelte Werke in vier Bänden, Stuttgart.
Hölderlin. 1958. Sämtliche Werke, Berlin.
Novalis. 1986. Deutsche Literatur 11. Rororo, Hamburg.
Nylander, Lars. 1990. Prosadikt och modernitet. Stockholm.
Ólafur Jónsson. 1981. „Atómskáld og módernismi“. Skírnir, bls. 101–
125.
Sigfús Daðason. 1959. Ritgerðir, Reykjavík.
48 Örn Ólafsson. (1992:43–57).
49 Örn Ólafsson. Kóralforspil hafsins (1992:104 og áfram).