Són - 01.01.2006, Side 145
LJÓÐ 2005 145
EFTIRFARANDI HÖFUNDAR GEFA BÆKUR SÍNAR ÚT Á EIGIN KOSTNAÐ:
Anna S. Björnsdóttir: Á blágrænum fleti.
Anna Karin Júlíussen: 22 ljóð 2005.
Birgir Hartmannsson: Hjá mér oft er vísnavon: vísur og spjall.
Einar Már Kristjánsson: Fallnir englar.
Haraldur S. Magnússon: Einyrkinn.
Helga Björg Jónsdóttir: För.
Hilmir Högnason: Vatnsdals Hilmir er og verður til.
Ingibjörg M. Alfreðsdóttir: Þegar skuggarnir skerpast.
Jón Jens Kristjánsson: Milli fjalls og fjöru: gamankvæði og tækifærisvísur.
Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir: Maríutungur: ljóð.
Sigfús Sigurður Kristjánsson: Föndrað í línum: ljóð og vísur.
Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir: Af svölunum mínum.
Símon Jón Jóhannsson: Kaffið í aldingarðinum.
Þórarinn Guðmundsson: Dans við geisla.
Þótt langflest ljóð séu frumbirt í ljóðabókum höfunda kjósa aðrir að
birta ljóð sín í dagblöðum, tímaritum eða öðrum safnritum. Oft eru
þetta ljóð úr nýjum eða nýlegum bókum eða þá jafnvel væntanlegum.
Ljóðabirtingar sem þessar eru líklega of tíðar og útbreiddar til að hægt
sé að hafa tölu á þeim öllum og nægir að nefna ljóðin í Morgunblaðinu
eða þá allar lausavísurnar sem lesendur dagblaða senda inn.
Ljóðskáld hafa í gegnum tíðina verið ötul við að birta ljóð í Tímariti
Máls og menningar og er árgangur ritsins árið 2005 (66. árgangur)
engin undantekning þar á enda hefur hann að geyma ljóð eftir Önnu
Elísabetu Jóhannsdóttur, Ágústu Pétursdóttur Snæland, Birtu
Marsilíu Össurardóttur, Fríðu Theodórsdóttur, Geirlaug Magnússon,
Gerði Kristnýju, Hauk Ingvarsson, Kristínu Bjarnadóttur, Kristínu
Svövu Tómasdóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur, Magnús Sigurðsson,
Óskar Árna Óskarsson, Pál Ólafsson (1827–1905), Sigurð Pálsson,
Steinunni P. Hafstað, Svein Snorra Sveinsson, Val Brynjar Antonsson,
Véstein Lúðvíksson, Vilborgu Dagbjartsdóttur og Vilhjálm Séamus
Jónsson. Einnig má nefna tímaritin Súlur 44, þar sem Benedikt Hólm
Júlíusson frá Hvassafelli, Erlingur Sigurðsson, Jón Guðmundsson og
Ólafur Þórðarson birta ljóð sín, og Skímu 28, sem hefur að geyma ljóð
eftir Val Brynjar Antonsson og Þórdísi Björnsdóttur, Veru 24, þar sem
finna má ljóð eftir Eddu Magnúsdóttur, Són 3, sem birti ljóð eftir
Kristínu Svövu Tómasdóttur, og Skírni 179, þar sem Megas og Vé-
steinn Lúðvíksson birtu ljóð sín. Af safnritum má nefna Borgfirðingabók