Són - 01.01.2006, Side 148

Són - 01.01.2006, Side 148
148 AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR lífsleiðinni; maður bætir jú við sig þroska og þekkingu. Ljóðið fær mann hins vegar til að hugsa um hverju maður glati á lífsleiðinni. – Og hvort ætli sé nú dýrmætara, það sem maður öðlast eða það sem maður glatar? Næst langar mig til að bera niður í bók Gyrðis Elíassonar sem ber heitið Upplitað myrkur. Sá hárfíni, hreini tónn sem einkennir ljóð Gyrðis, þegar best lætur, gerir það að verkum að bækur hans henta betur en margar aðrar sem kvöldlesning og eiga því vel heima á nátt- borðinu. Hvað er betra en hreinsa hugann eftir eril dagsins með litlu ljóði sem megnar að ylja manni um hjartaræturnar og leiða hugann á bjartari brautir? Varla gefst betra veganesti fyrir góðar draumfarir, geti maður með einhverju móti stjórnað þeim. Mig langar til að nefna tvö ljóð úr bók Gyrðis, sem hvort um sig hafa einmitt þessa eiginleika. Það er annars vegar ljóðið „Einstæð móðir í fjöruferð“ (bls. 7) og hins vegar „Tónlistarmaður segir draum sinn“ (bls. 36). Í hinu fyrrnefnda dregur höfundur upp mynd af konu sem er með litlar dætur sínar í fjöruferð. Sjálfri finnst mér sú mynd falleg ein og sér því að hversu margar mæður hafa heinlega tíma fyrir fjöruferðir í þéttskipaðri dagskrá sinni? – En þessi móðir, hvað gerir hún ekki til að gleðja litlu stelpurnar sínar? Hún hellir úr poka fullum af kóngabrjóstsykri í sandinn svo að dætur hennar megi finna rauða, sæta steina. Verður móðurástinni lýst betur í átta stuttum línum? Í síðarnefnda ljóðinu erum við stödd í skógi vaxinni hlíð í Norður- Noregi og hittum fyrir ekki minni mann en sjálfan Síbelíus. Þótt ljóðið taki um það bil tvær mínútur í lestri dugar það í að minnsta kosti tuttugu mínútna fantasíu. Væri til meistaradeild íslenskra skálda ætti Gyrðir heima þar. Kristján Karlsson sendi frá sér tvær bækur á árinu, annars vegar Kvæðasafn og sögur 1976–2003 og hins vegar ljóðabókina Limrur. Limruformið er skemmtilegt ljóðform og hentar vel fyrir gamanmál enda eru limrur Kristjáns í þeim anda. Limrurnar eru að vonum mis- jafnar en stundum tekst höfundi einkar vel upp, svo sem í vísunum um skakka turninn í Pisa (bls. 13) og sprundið Ljóneiði (bls. 16): „Víst er ég létt í lund,“ mælti Ljóneiður. Hún er sprund. Hennar unnusti er maður. Og ennfremur glaður. En aldrei í sama mund.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.