Són - 01.01.2006, Page 151
151LJÓÐ 2005
Mér er um og ó, Lækur minn litli,
á þó ekki börn í sjó leiktu þér því innan skamms
né nein á landi. skolast þú til hafs.
Ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar, Hvar endar maður? einkennist af
læsilegum ljóðum og einlægum augnabliksmyndum. Talsvert er um
ferðaljóð en mörg þeirra eiga það sameiginlegt að höfundur veltir
fyrir sér stöðu sinni í samhengi við umheiminn, það samfélag sem
hann er staddur í hverju sinni. Dæmi um slíkt ljóð er „Gluggasæti“
(bls. 42–43), þar sem höfundur hugar að eigin stöðnun í ljósi
kringumstæðna þá stundina. Þá felur ljóðið „Mannlegur misskiln-
ingur“ (bls. 46–47) í sér skemmtilegar pælingar um tilveruna. Ljóðið
„Uppstilling“ (bls. 22–23) finnst mér hins vegar standa upp úr, í senn
heimspekilegt og hnyttið.
Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti í Biskupstungum, gaf út
ljóðabókina Einnar báru vatn. Þetta er fyrsta bók höfundar en þó með
furðulitlum byrjandablæ. Þótt ef til vill megi segja að ljóðin í bókinni
séu nokkuð ólík og misjöfn að gæðum, er þó jafnframt á henni sá
heildarsvipur sem grundvallast á persónulegri nálgun höfundar.
Ljóðunum er skipt í sjö kafla eftir þema. Mig langar til að benda á
nokkur athyglisverð ljóð úr þessari bók, svo sem „Húsráðendur“ (bls.
22) sem er sniðugt, ljóðið „Dagsbrún“ (bls. 30), þar sem uppistaðan
er snjöll persónugerving, og „Unglingur“ (bls. 34), sem felur í sér
kunnuglegar tilfinningar, en það hefst svo:
Innra með þér er eitthvað
sem hrópar án afláts.
Ekki hlusta á það.
Hækkaðu í græjunum
...
Garðar Baldvinsson birti ljóð og prósaljóð í fimmtu ljóðabók sinni,
höfðaborg. Kveðskapur Garðars er svolítið myrkur á köflum og jafnvel
í „innhverfara“ lagi; hann krefst þess að lesendur gefi sér tíma og næði
til túlkunar. Innan um er að finna léttari ljóð, jafnvel tiltölulega ein-
faldar mannlífslýsingar, svo sem ljóðið „eins og fugl“ (bls. 35–36) eða
„skáhallt“ (bls. 39–40) sem felur í sér skemmtilega mynd af fólki sem