Són - 01.01.2006, Page 158
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR158
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Romsubókin. Dimma. Myndir: Halla
Sólveig Þorgeirsdóttir.
Kristján Jóhann Jónsson: Stafrófsvísur Ara orms. Hólar. Myndir: Freydís
Kristjánsdóttir.
Matthías Kristinsson. Grýla / Afi Matti. Barnabörn.
Stefán Jónsson: Guttavísur og fleiri kvæði. Edda (Mál og menning).
Myndir: Þórdís Tryggvadóttir, Eggert Sigurðsson og Tryggvi
Magnússon.
Þórarinn Eldjárn endurorti Völuspá. Edda (Mál og menning). Myndir:
Kristín Ragna Gunnarsdóttir.
Fræði
Í kjölfar umfjöllunar um útgáfu er rétt að fara nokkrum orðum um
umræðuna og á hvaða vettvangi ljóðaunnendur skiptust á skoðunum
á liðnu ári. Hvorki verður fjallað um ritdóma né hinar fjölmörgu
uppákomur þar sem höfundar lásu ljóð sín.
Í Háskóla Íslands var boðið upp á ljóðaþing undir heitinu Heim-
ur ljóðsins dagana 23.–24. apríl. Málþingið einkenndist af allmikilli
breidd og má líklega segja að það hafi endurspeglað fjölbreytileg við-
fangsefni fræðimanna innan háskólans. Boðið var upp á fyrirlestra
um eddukvæði, dróttkvæði, rímur, lausavísur, þulur, sálma og erfiljóð,
jafnt sem kvæði rómantískra skálda, skálda frá síðustu öld og erlendra
skálda. Fjórir fyrirlesarar fjölluðu um íslensk samtímaskáld og ljóð
þeirra, það er Hallgrím Helgason, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Stein-
unni Sigurðardóttur og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Fyrirlesarar voru
Alda Björk Valdimarsdóttir, Annette Lassen, Ástráður Eysteinsson,
Benedikt Hjartarson, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Dagný Kristjáns-
dóttir, Garðar Baldvinsson, Gauti Kristmannsson, Gottskálk Þór
Jensson, Guðni Elísson, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Guðrún Nor-
dal, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Helga Kress, Hólmfríður Garð-
arsdóttir, Kristján Árnason (bókmenntafræðingur), Kristján Árnason
(málfræðingur), Kristján Eiríksson, Margrét Eggertsdóttir, Martin
Regal, Oddný Sverrisdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Sveinn Yngvi
Egilsson, Úlfar Bragason, Valgerður Brynjólfsdóttir, Vésteinn Óla-
son, Yelena Sesselja Helgadóttir, Þorvarður Árnason og Þórunn Sig-
urðardóttir.
Fyrirlestrar voru margir hverjir fróðlegir, þótt maður gæti ekki
annað en saknað umfjöllunar um nútímaljóðagerð, en af þinginu