Són - 01.01.2006, Page 164

Són - 01.01.2006, Page 164
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR164 Torfhildur, félag bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands, bætti þó um betur og bauð upp á Ljóðamálþing bókmenntafræðinema þann 11. nóvember. Fyrirlesarar voru þau Emil Hjörvar Petersen, Sölvi Úlfsson, Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir, Benedikt Hjartarson, Davíð Stefánsson og Valur Brynjar Antonsson. Athygli vekur að helmingur fyrirlesara kom einnig við sögu á ljóðahátíð Nýhils. Efni málþingsins var fjölbreytt og að kvöldi dags var boðið upp á ljóðaupplestur á skemmtistaðnum 22. Auk þeirra málþinga sem nú hafa verið nefnd mætti geta um fyrir- lestur sem haldinn var í Norræna húsinu á fæðingardegi Sigurðar Nordals, þann 14. september. Fyrirlesarinn á þessum árvissa viðburði var Ingibjörg Haraldsdóttir sem flutti erindið „Ljóð gripin sem hálm- strá“. Í stuttu viðtali í Morgunblaðinu telur Ingibjörg að fyrst og fremst vanti umræðu um ljóð og skáldskap. Hún talar um fordóma gegn ungum skáldum og segir að til sé fólk sem talar um að skáld nú til dags kunni ekki að yrkja og að ljóð þeirra séu ómöguleg. Sjálf telur hún að fólk ætti ekki að skrifa nöldurpistla heldur einfaldlega lesa það sem höfðar til þeirra. „Ljóðið ratar til sinna,“ sagði Þorsteinn frá Hamri einhverju sinni og telur Ingibjörg það vera orð að sönnu.10 Spekin að baki þessum orðum hlýtur fyrst og fremst að eiga að felast í því að ljóðaunnendur beri sig sjálfir eftir ljóðunum og þar af leiðandi þeirri „tegund“ ljóðlistar sem höfðar til þeirra. Verið getur að Þórarni Eldjárn finnist þetta endurspegla nokkurt lítillæti ljóðskálda og það viðhorf að ljóð þurfi ekki að markaðssetja þar sem hann kastar fram stöku um málið í hinni nýju ljóðabók sinni. Þessi staka ber heitið „Hagmælisgrey um ljóðið“ (bls. 26) og hljóðar svo: Víst er það löngu ljóst og bert að ljóðið ratar til sinna. Samt finnst mér ekki einskisvert að ýta því líka til hinna. Sem sagt ljóðið þarf að kynna. Af þeim sökum hafa ljóðskáld, líkt og aðrir rithöfundar, verið iðin við að lesa upp úr verkum sínum, enda ekki vanþörf á að vekja athygli á ljóðabókum, sem oft og tíðum liggur mikil vinna að baki. Skipulögð jafnt sem óskipulögð ljóðakvöld og annars konar vettvangur fyrir ljóðaupplestur hafa eflaust verið ófá á síðasta ári og mætti nefna framtak Mikes Pollock sem skipulagði 10 Ingibjörg Haraldsdóttir (2005:37).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.