Són - 01.01.2006, Síða 165
LJÓÐ 2005 165
ljóðakvöld í Café Rosenberg annan hvern miðvikudag. Sjálfur las
hann ljóð úr væntanlegri ljóðabók sinni fyrsta kvöldið, ásamt Einari
Ólafssyni, Garðari Baldvinssyni og Höjki, sem meðal annara hefur
birt ljóð sín á <ljóð.is>. Þessi vefsíða, Ljóð.is, er einmitt gott dæmi um
dugnað og virkni íslenskra skálda, sem birta ljóð á netinu, jafnframt
því að fjalla um þau og gagnrýna. Á vefsíðunni má finna upplýsingar
um ljóðauppákomur og dag hvern má lesa þar ljóð dagsins. Áhuga-
samir gætu einnig fundið áhugaverð ljóð og umfjöllun á vefsíðunni
<hugi.is/ljod>.
Umfjöllun um ljóðaumræðu ársins verður ekki lokið án þess að
geta um gagnrýnendur sem ef til vill má segja að séu í þeirri stöðu
að veita ljóðskáldum „faglegt“ aðhald; að telja kosti og galla bókan-
na, svo að væntanlegir lesendur geti myndað sér skoðun á því hvort
tiltekin ljóðabók sé lestursins virði eða ekki. Ekki virðist alltaf ljóst
hvort gagnrýnin sé í þágu skáldanna, hins almenna lesanda eða ís-
lenskrar bókmenntasögu, en líklega þjónar hún að einhverju leyti
öllu þessu. Ljóðabókagagnrýni fer að mestu fram í dagblöðum og
tímaritum en auk þess að minnsta kosti tveimur vefsíðum, öðrum en
Ljóð.is. Þetta eru bókmenntavefur Borgarbókasafns Reykjavíkur
(<bokmenntir.is>) og <kistan.is>. Ljóðagagnrýnendur ársins voru
margir, en vel mætti nefna nokkra þeirra, svo sem Ágúst Borgþór
Sverrisson, Ásgeir H. Ingólfsson, Berglindi Steinsdóttur, Erlend Jóns-
son, Guðbjörn Sigurmundsson, Gunnþórunni Guðmundsdóttur,
Hilmu Gunnarsdóttur, Inga Björn Guðnason, Kristrúnu Heiðu
Hauksdóttur, Maríu Gestsdóttur, Móeiði Hlíf Geirlaugsdóttur, Ólaf
Guðstein Kristjánsson, Pál Baldvin Baldvinsson, Unni Maríu Berg-
sveinsdóttur, Úlfhildi Dagsdóttur og Viðar Hreinsson. Þessir gagn-
rýnendur eru misvirkir og umfjöllun þeirra allt frá því að vera viða-
mikil bókagagnrýni niður í örstutta pistla.
Lokaorð
Að lokinni samantekt um ljóð og útgáfur ársins 2005 mætti ef til vill
spyrja hvort ekki væri ráð að hvíla goðsögnina um að ljóðið sé í
dauðateygjunum. Vera má að bækurnar seljist ekki í stórum upplög-
um en umræðan hefur verið allnokkur og virkni ljóðskálda allmikil.
Sönn list felst alltaf í tjáningu listamannsins og grundvallast á þörf
hans fyrir að túlka lífið. Hið sama á við um ljóðið; það sprettur af
tjáningarþörf skálds sem leggur sig fram um að sýna okkur lífsbrot og
hugsanir með hugmyndum og orðum og þar með talið skáldamáli og