Són - 01.01.2006, Qupperneq 166
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR166
hljómi orðanna. Á meðan orðlistamenn hafa þörf fyrir að tjá sig held-
ur ljóðið velli. Það er því ekki endilega svo háð viðtakandanum, því
að það er „tilbúið“ um leið og skáldið hefur lagt síðustu hönd á það
og eftir prentun er það til staðar fyrir ljóðaunnendur sem kunna að
vilja njóta þess skömmu eftir útgáfu eða jafnvel ekki fyrr en mörgum
árum seinna. Að sjálfsögðu er það þó fyrst og fremst með viðtökunni
sem galdurinn í ljóðinu á sér stað, þegar það öðlast merkingu í huga
lesandans. Þegar skáldið hefur náð að kveikja mynd fyrir hugskots-
sjónum annars manns og opna fyrir honum nýja sýn sem ef til vill
kemur honum til að íhuga og leggja nýtt mat á umfjöllunarefnið er
ljóðið fullkomið. Þýðing Vésteins Lúðvíkssonar á ljóðum Po Chü-i
sýnir okkur að þessi yfirfærsla getur átt sér stað eftir margar aldir en
þó verið jafn áhrifarík eftir sem áður.
HEIMILDIR
Ást æða varps. 2005. Ritstj. Haukur Már Helgason og Ófeigur Sigurðs-
son. Nýhil, [Reykjavík].
Chü-i, Po. 2005. Brjálsemiskækir á fjöllum. Vésteinn Lúðvíksson þýddi.
Uppheimar, Akranesi.
Eiríkur Örn Norðdahl. 2004. „Dánarrannsóknir og morðtilraunir –
vaðið á ljóðum á skítugum skónum.“ Tímarit Máls og menningar 3:
39–48.
Eiríkur Örn Norðdahl. 2005. „Nokkrar sundurlausar hugsanir um ljóð-
list.“ Af ljóðum. Eiríkur Örn Norðdahl (ritstj.). Nýhil, Reykjavík.
Eysteinn Þorvaldsson. 2005. „Tíðindi úr ljóðheimum.“ Morgunblaðið, 12.
nóvember. Lesbók, bls. 5.
Garðar Baldvinsson. 2005. höfðaborg. GB útgáfa [án útgáfustaðar].
Geirlaugur Magnússon. 2005. andljóð og önnur. Lafleur, Reykjavík.
Gunnar Randversson. 2005. „Gróska í íslenskri ljóðagerð.“ Morgunblaðið,
9. apríl. Lesbók, bls. 10.
Gyrðir Elíasson. 2005. Upplitað myrkur. Mál og menning, Reykjavík.
Hallberg Hallmundsson. 2005. Baggar skoplitlir. Brú, Reykjavík.
Hannes Pétursson. 2005. Ljóðasafn. Mál og menning, Reykjavík.
Ingibjörg Haraldsdóttir, 2005. „Ljóð gripin sem hálmstrá“. Morgunblaðið,
14. september. Bls. 37. [Viðtal en blaðamanns ekki getið.]
Jóhann Hjálmarsson. 2006. „Ljóðin gleymast.“ Morgunblaðið, 6. janúar:
22.
Jónas Þorbjarnarson. 2005. Hvar endar maður? JPV útgáfa, Reykjavík.
Kristján Karlsson. 2005. Limrur. Vaka-Helgafell, Reykjavík.