Són - 01.01.2012, Blaðsíða 78
78 Bjarki Karlsson
| Gramr var | æ við | bragna | blíðr, (Einar Gilsson, Ólafs ríma
Haraldssonar, 14. öld)24
Þegar fimmti bragliðurinn kemur til sögunnar hverfur hins vegar
stuðlun í fjórða braglið. Í fjórða kafla kemur fram að reglan um að
stuðla ekki aftar en í þriðja lið fyrstu línu er sárasjaldan brotin í rímum.
Í öðrum kveðskap var hún um skeið ríkjandi en ekki alltaf, eins og sést
í meðfylgjandi töflu og grafi þar sem farið hefur verið yfir tilgreind
kvæði og staða stuðla í fimm bragliða frumlínum skráð.
Ca.
ár Höfundur Kvæði
1:3
2:3
3:4
3:5
4:5
1475 Skáld-Sveinn Heimsósómi 31 8 21%
1500 AM 713 4to [höf. ók.] Vísur af Maríu Magdalene II 68 0 0%
1525 Jón Hallsson Ellikvæði 30 2 6%
1550 Jón Arason Ljómur, Davíðsdiktur 121 3 2%
1600 Einar í Eydölum Um sanna iðran, Rahab, Naaman 116 5 4%
1600 Ólafur í Sauðanesi Deila holds og sálar af heil. ritn. útdr. 46 1 2%
1625 Arngrímur lærði Ein ágæt minning herrans Jesú Kr. 60 2 3%
1650 Hallgrímur Pétursson Æskuleikir, Þráðarleggsvísur 39 1 3%
1650 Eiríkur Hallsson Um stundlega og eilífa velferð 56 2 3%
1675 Stefán Ólafsson Um þá fyrri og þessa öld, Díli 15 9 38%
1700 Bjarni Gissurarson Iðjuvísa Bjarnar í Flögu 25 0 0%
1725 Þorvaldur Magnússon Veroníkukvæði 25 0 0%
1750 Gunnar Pálsson Emmanúel 8 0 0%
1775 Björn Halldórsson Ævitíminn eyðist 2 0 0%
1800 Jón Þorláksson Um Öfund, ills höfund 5 3 38%
1825 Jónas Hallgrímsson Gunnarshólmi, Ég bið að heilsa 46 30 39%
1850 Gísli Thorarensen Jónas Hallgrímsson 9 5 36%
1850 Jón Thoroddsen Undir Svörtuloftum, Jólakveðja 15 2 12%
1875 Bólu-Hjálmar Björn Erlendsson 36 4 10%
1875 Grímur Thomsen Skúlaskeið 6 14 70%
1900 Benedikt S. Gröndal Gaman og alvara (brot) 7 9 56%
1900 Steingrímur Thorst. Fyrr og nú, Ég geng um foldu 13 13 50%
1950 Vilhjálmur frá Skáholti Á café, Ættjarðarljóð 27 13 33%
1950 Steinn Steinarr Nokkur styttri ljóð 20 16 44%
1950 Hulda Jón Ögmundsson biskup 7 9 56%
1975 Hannes Pétursson Nokkur styttri ljóð 12 10 45%
24 Bragi, óðfræðivefur.