Són - 01.01.2012, Blaðsíða 122

Són - 01.01.2012, Blaðsíða 122
122 Kristján Jóhann Jónsson Ludvig Møller (1814–1865), framúrskarandi nemandi sem þegar hafði getið sér orð sem ljóðskáld og gagnrýnandi.22 Ritgerð sína (165 bls.) gaf Grímur síðan út með löngum fræðilegum formála hjá Wahlske Boghandlings Forlag árið 1843. Í ritgerðinni gefur Grímur sér þær forsendur að vísirinn að hverju tímabili liggi í því skeiði sem á undan er gengið, rétt eins og hver öld sé hlekkur í keðju heimssögunnar. Að því leyti er hann á því skeiði sam- dóma Hegel um rökræna framvindu heimssögunnar og virðist líta á bókmenntasögu sem hliðstæðu mannkynssögunnar.23 Bókmenntasag- an telst í riti Gríms einnig flóknari en svo að hún endurspegli einungis lögmálsbundna þróun mannkynssögunnar. Skáldskapurinn verður til í víxlverkun nútíðar og þátíðar og einnig í víxlverkun við ýmsa sögulega viðburði og boðar jafnvel það sem framundan er. Það þýðir að bók- menntirnar geta haft bein áhrif á samfélagið og þar með framtíðina og söguna og jafnvel breytt heiminum, eða að minnsta kosti sagt fyrir um það sem koma skal.24 Skáldin spretta upp úr tíðarandanum og tíðarandinn er að minnsta kosti að einhverju leyti mótaður af skáld- unum samkvæmt hinum unga bókmenntafræðingi.25 Í þessu samhengi er hverju tímabili líkt við blóm sem sprettur upp af fræi frá síðasta skeiði og skáldskapurinn sagður vera blómkróna hvers tíma, þar birtist innsta eðli tímans – hann blómstrar með öðrum orðum í skáldskapnum. Blómið táknar hér bókmenntasögulegt tímabil. Blómalíking Gríms er af sömu ætt og fræg blómalíking Bretans Samuels Taylors Coleridge. Hún færir skáldskapinn inn í hugarheim skáldsins þar sem hann er eins og sjálfsprottið blóm sem vex upp af sáðkorni, nært af tilfinningum og skynjunum, en birtist að lokum í lífrænni heild þar sem allir hlutar sköpunarverksins tengjast á fullkom- inn hátt.26 Fagurfræðingar 18. aldar höfðu talið það fegurst hlutverk 22 Margir höfðu trú á P. L. Møller en hann flæktist inn í vafasöm blaðaskrif, átti fótum fjör að launa úr landi árið 1845 og dó í hálfgerðri útlegð í Þýskalandi (Andrés Björnsson 1990). 23 „Spiren til hver Tidsalder ligger i den foregaaende Periode, og ligesom hvert Seculum er et Led i den sammenhængende verdenshistoriske Kjede, saaledes fremgaaer ogsaa i Litteraturen, og da maaskee fornemmelig i Poesien, den ene Aandsretning af den anden og refererer sig med en streng Nødvendighed til den foregaaende“ (Grímur Thomsen 1843: 1). 24 „... thi Poesien er det mest sammentrængte, fineste og sandeste Udtryk af de Til- stande, som ere det sidste egentlige Resultat af Nationallivets Bevægelser ... saaledes staaer Poesien ikke alene i en blivende Vexelvirkning med det Nærværende og Forbi- gangne, men antyder endog og ofte forudsiger Folkenes tilkommende Liv, hvortil den ikke sjelden bærer Spiren i sit Skjød“ (Grímur Thomsen 1843: 3). 25 Grímur Thomsen 1843: 3. 26 Abrams og Stillinger 2000: 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.