Són - 01.01.2012, Síða 122
122 Kristján Jóhann Jónsson
Ludvig Møller (1814–1865), framúrskarandi nemandi sem þegar hafði
getið sér orð sem ljóðskáld og gagnrýnandi.22 Ritgerð sína (165 bls.)
gaf Grímur síðan út með löngum fræðilegum formála hjá Wahlske
Boghandlings Forlag árið 1843.
Í ritgerðinni gefur Grímur sér þær forsendur að vísirinn að hverju
tímabili liggi í því skeiði sem á undan er gengið, rétt eins og hver öld sé
hlekkur í keðju heimssögunnar. Að því leyti er hann á því skeiði sam-
dóma Hegel um rökræna framvindu heimssögunnar og virðist líta á
bókmenntasögu sem hliðstæðu mannkynssögunnar.23 Bókmenntasag-
an telst í riti Gríms einnig flóknari en svo að hún endurspegli einungis
lögmálsbundna þróun mannkynssögunnar. Skáldskapurinn verður til í
víxlverkun nútíðar og þátíðar og einnig í víxlverkun við ýmsa sögulega
viðburði og boðar jafnvel það sem framundan er. Það þýðir að bók-
menntirnar geta haft bein áhrif á samfélagið og þar með framtíðina
og söguna og jafnvel breytt heiminum, eða að minnsta kosti sagt fyrir
um það sem koma skal.24 Skáldin spretta upp úr tíðarandanum og
tíðarandinn er að minnsta kosti að einhverju leyti mótaður af skáld-
unum samkvæmt hinum unga bókmenntafræðingi.25 Í þessu samhengi
er hverju tímabili líkt við blóm sem sprettur upp af fræi frá síðasta
skeiði og skáldskapurinn sagður vera blómkróna hvers tíma, þar birtist
innsta eðli tímans – hann blómstrar með öðrum orðum í skáldskapnum.
Blómið táknar hér bókmenntasögulegt tímabil.
Blómalíking Gríms er af sömu ætt og fræg blómalíking Bretans
Samuels Taylors Coleridge. Hún færir skáldskapinn inn í hugarheim
skáldsins þar sem hann er eins og sjálfsprottið blóm sem vex upp af
sáðkorni, nært af tilfinningum og skynjunum, en birtist að lokum í
lífrænni heild þar sem allir hlutar sköpunarverksins tengjast á fullkom-
inn hátt.26 Fagurfræðingar 18. aldar höfðu talið það fegurst hlutverk
22 Margir höfðu trú á P. L. Møller en hann flæktist inn í vafasöm blaðaskrif, átti fótum fjör að
launa úr landi árið 1845 og dó í hálfgerðri útlegð í Þýskalandi (Andrés Björnsson 1990).
23 „Spiren til hver Tidsalder ligger i den foregaaende Periode, og ligesom hvert Seculum
er et Led i den sammenhængende verdenshistoriske Kjede, saaledes fremgaaer ogsaa
i Litteraturen, og da maaskee fornemmelig i Poesien, den ene Aandsretning af den
anden og refererer sig med en streng Nødvendighed til den foregaaende“ (Grímur
Thomsen 1843: 1).
24 „... thi Poesien er det mest sammentrængte, fineste og sandeste Udtryk af de Til-
stande, som ere det sidste egentlige Resultat af Nationallivets Bevægelser ... saaledes
staaer Poesien ikke alene i en blivende Vexelvirkning med det Nærværende og Forbi-
gangne, men antyder endog og ofte forudsiger Folkenes tilkommende Liv, hvortil den
ikke sjelden bærer Spiren i sit Skjød“ (Grímur Thomsen 1843: 3).
25 Grímur Thomsen 1843: 3.
26 Abrams og Stillinger 2000: 7.