Són - 01.01.2012, Blaðsíða 134
134 Kristján Jóhann Jónsson
um að nokkur möguleiki sé á að koma fram sem Íslendingur á skandi-
navískum vettvangi árið 1846 en sá sami efi sýnir einnig nauðsyn
þess að það sé gert, vegna þess að þjóðirnar eiga samleið. Það virðist
þversagnakennt að Grímur skuli taka sér orðræðuvaldið þegar hann
útskýrir jafnframt að hann hafi ekki það vald og að tungumálið geri
honum ókleift að fjalla um efni fundarins í þessu samfélagi. Skýringin
er sú að ‚sannleikur‘ hans felst í því að hann þekkir ,frummál‘ Norður-
landa. Sú þekking veitir honum vald til þess að skora á doxuna og
móta ‚orðræðu‘ sem jafnframt útilokar þá sem útiloka hann.
Kenningar Gríms um íslenskt þjóðerni og Skandinavíu eru nokkuð
vandræddar vegna þess að þær eru börn síns tíma. Hér er miðað við
dönsku frumútgáfuna af fyrirlestrinum vegna þess að íslenska þýðing-
in fer ekki alltaf rétt með textann.
Náttúran og hið liðna geymir að mati 19. aldar manna sannleikann
um okkur og almættið og að mati skandinavista var Ísland framar
öðrum löndum fulltrúi stórbrotinnar náttúru og hins liðna á
Norðurlöndum. Þegar Íslendingurinn Búi heimsækir stórbrotin fjöll á
Harðangursheiði og hittir Dofrana, þjóð hinnar norsku fortíðar, fellur
allt í ljúfa löð og hann binst þeim fjölskylduböndum. Að mati Gríms
Thomsen var Ísland þó aldrei safn eða grafreitur. Í orðræðu hans, eins
og margra annarra 19. aldar manna, er fortíðin ekki andstæða nú-
tímans eins og svo víða í textum 20. aldar. Íslandi er í orðræðu Gríms
ætlað svipað hlutverk í sögu og menningu Norðurlanda og Grikklandi
í Evrópu. Á því má byggja þjóðernishugmyndir vegna þess að Ísland
gætir fjársjóða sögunnar. Lega landsins tengir það við bæði Evrópu og
Ameríku; í senn við hinn nýja og gamla heim, og skapar því algera sér-
stöðu sem tengist fortíð og nútíð eins og Grímur segir: „Afskekkt lega
landsins virðist frá upphafi hafa ráðið að það yrði það sem það hefur
lengi verið og er enn: Musteri Ságu, fjársjóðsherbergi hinna norrænu
sérkenna, eldtraust en þó logandi, svo vitnað sé í íslenskt skáld sem seg-
ir: „verndað af silfurblám ægi eins og kerúb með sveipanda sverði.“52
Hér snýst umræðan um það að vera norrænn; um norræna sérstöðu,
nánast að segja norrænan persónuleika sem er ólíkur suðrænum og
andstæður honum að mörgu leyti. Á rómantíska tímabilinu var þetta
jákvætt og menningarlegt umræðuefni.
52 „Dets isolerede Beliggenhed har fra Først af ligesom bestemt det til at være, hvad
det længe har været og endnu er: Sagas Tempel, den ejendommelige Nordiskheds
Skatkammer, som brandfrit og dog brændende, forat bruge den islandske Digters
Ord: „beskyttes af det sølvblaa Hav, som av Cheruben med det dragne Sværd.““
(Grímur Thomsen 1846a: 5).