Són - 01.01.2012, Blaðsíða 11
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 11
flug/flog, muli/moli og fúa/fóa.8 J er ort undir bragarhætti sem Snorri kallar
munnvörp – og skýrir þannig að þar sé „[…] háttlausa í inu fyrsta ok þriðja
vísuorði, en í †ðru ok inu fjórða skothendur.“9 M hefur því nokkuð annað
svipmót en J þar sem runurímið er megineinkenni þeirrar drápu.
Þegar ég samdi skýringar við kvæðið fór ég að veita því eftirtekt
hversu margt í kvæðinu minnti með einhverjum hætti á SnorraEddu.
Ýmist voru þetta efnisatriði eða orðalag.10 Einnig má sjá að bragar-
hátturinn, sem er áttmælt runhenda, á sér samsvörun í Háttatali Snorra
og má reyndar segja að það þurfi ekki að koma á óvart en á milli M og
Háttatals er fleira sem vert er að veita athygli og gæti bent til skyldleika.
Þetta hafði Möbius líka komið auga á en hann var samt þeirrar
skoðunar að Bjarni biskup hefði ort kvæðið.11 Hann leit svo á að skyld-
leiki væri með kvæðunum og þau hefðu sérstöðu í fornum kveðskap.
Hann segir að efni þeirra sé að vísu ólíkt. J er söguljóð sem segir frá för
Jómsvíkinga til Noregs og orrustunni í Hjörungavogi árið 986. Bragar-
hættir séu hins vegar frjálslegir á drápunum báðum og orðfæri létt.
Drápurnar sé að finna í sama handritinu og standi þar saman, fyrst
J en síðan M.12 Möbius lagði áherslu á að tónninn í stefjum beggja
kvæðanna væri með líkum hætti en í þeim yrkja skáldin um ástar-
harma sína. Þau reyndu að létta sér ástarraunir með kveðskapnum.13
Þá hefðum við góðar heimildir fyrir því að Bjarni biskup hefði ort J og
því væri rétt að gera ráð fyrir að hann hefði jafnframt ort svo náskylt
kvæði sem M.14 Margir fræðimenn hafa tekið undir þessa skoðun en þó
8 Sjá nánar Gunnar Skarphéðinsson (2004:36–39).
9 Snorri Sturluson (1999:29).
10 Sjá Gunnar Skarphéðinsson (2004:59 – athugasemd við 21. erindi kvæðisins).
11 Málsháttakvæði (1873:17, 23).
12 Enginn veit í raun hvers vegna kvæðin hafa fengið að fljóta þarna með Eddu. Elias
Wessén (1940:7) ræðir efnið stuttlega í útgáfu sinni af Konungsbók: „In addition to the
Edda our manuscript [GKS 2367, 4to] contains, on the two last leaves, two poems
from the beginning of the 13th century: Jómsvíkingadrápa by the Bishop of the Orkn-
eys, Bjarni Kolbeinsson, and Málsháttakvæði (Fornyrðadrápa). Clearly the scribe wished
to utilise the space still remaining. But it is difficult to explain why he should have
chosen precisely these two poems.“
13 Málsháttakvæði (1873:20).
14 „Die innere verwantschaft, die nach unsern obigen bemerkungen zwischen Mkv.
und Jómsvíkingadrápa stattfindet und vermöge deren beide gedichte in der gesamten
älteren dichtung eine durchaus eigentümliche stellung zu behaupten scheinen, and-
rerseits der umstand, dass beide gedichte unmittelbar hintereinander an derselben
stelle überliefert sind – : beides legt die vermutung nahe, dass sie demselben dichter angehören und
sonach auch Mkv. vom verfasser der Jómsvíkingadrápa, dem orkadischen bischofe Bjarne Kolbeins
son (†1223) gedichtet sei – […].“ (Leturbreyting mín. Ath. stafsetningu frumtextans er
haldið hér og framvegis). Málsháttakvæði (1873:24).