Són - 01.01.2012, Blaðsíða 11

Són - 01.01.2012, Blaðsíða 11
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 11 flug/flog, muli/moli og fúa/fóa.8 J er ort undir bragarhætti sem Snorri kallar munnvörp – og skýrir þannig að þar sé „[…] háttlausa í inu fyrsta ok þriðja vísuorði, en í †ðru ok inu fjórða skothendur.“9 M hefur því nokkuð annað svipmót en J þar sem runurímið er megineinkenni þeirrar drápu. Þegar ég samdi skýringar við kvæðið fór ég að veita því eftirtekt hversu margt í kvæðinu minnti með einhverjum hætti á Snorra­Eddu. Ýmist voru þetta efnisatriði eða orðalag.10 Einnig má sjá að bragar- hátturinn, sem er áttmælt runhenda, á sér samsvörun í Háttatali Snorra og má reyndar segja að það þurfi ekki að koma á óvart en á milli M og Háttatals er fleira sem vert er að veita athygli og gæti bent til skyldleika. Þetta hafði Möbius líka komið auga á en hann var samt þeirrar skoðunar að Bjarni biskup hefði ort kvæðið.11 Hann leit svo á að skyld- leiki væri með kvæðunum og þau hefðu sérstöðu í fornum kveðskap. Hann segir að efni þeirra sé að vísu ólíkt. J er söguljóð sem segir frá för Jómsvíkinga til Noregs og orrustunni í Hjörungavogi árið 986. Bragar- hættir séu hins vegar frjálslegir á drápunum báðum og orðfæri létt. Drápurnar sé að finna í sama handritinu og standi þar saman, fyrst J en síðan M.12 Möbius lagði áherslu á að tónninn í stefjum beggja kvæðanna væri með líkum hætti en í þeim yrkja skáldin um ástar- harma sína. Þau reyndu að létta sér ástarraunir með kveðskapnum.13 Þá hefðum við góðar heimildir fyrir því að Bjarni biskup hefði ort J og því væri rétt að gera ráð fyrir að hann hefði jafnframt ort svo náskylt kvæði sem M.14 Margir fræðimenn hafa tekið undir þessa skoðun en þó 8 Sjá nánar Gunnar Skarphéðinsson (2004:36–39). 9 Snorri Sturluson (1999:29). 10 Sjá Gunnar Skarphéðinsson (2004:59 – athugasemd við 21. erindi kvæðisins). 11 Málsháttakvæði (1873:17, 23). 12 Enginn veit í raun hvers vegna kvæðin hafa fengið að fljóta þarna með Eddu. Elias Wessén (1940:7) ræðir efnið stuttlega í útgáfu sinni af Konungsbók: „In addition to the Edda our manuscript [GKS 2367, 4to] contains, on the two last leaves, two poems from the beginning of the 13th century: Jómsvíkingadrápa by the Bishop of the Orkn- eys, Bjarni Kolbeinsson, and Málsháttakvæði (Fornyrðadrápa). Clearly the scribe wished to utilise the space still remaining. But it is difficult to explain why he should have chosen precisely these two poems.“ 13 Málsháttakvæði (1873:20). 14 „Die innere verwantschaft, die nach unsern obigen bemerkungen zwischen Mkv. und Jómsvíkingadrápa stattfindet und vermöge deren beide gedichte in der gesamten älteren dichtung eine durchaus eigentümliche stellung zu behaupten scheinen, and- rerseits der umstand, dass beide gedichte unmittelbar hintereinander an derselben stelle überliefert sind – : beides legt die vermutung nahe, dass sie demselben dichter angehören und sonach auch Mkv. vom verfasser der Jómsvíkingadrápa, dem orkadischen bischofe Bjarne Kolbeins­ son (†1223) gedichtet sei – […].“ (Leturbreyting mín. Ath. stafsetningu frumtextans er haldið hér og framvegis). Málsháttakvæði (1873:24).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.