Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 27
24
Skvrsla Kirkiuráðs m Skálholt.
I.
Málefni Skálholtsstaðar voru all mikið rædd. á fundum
Kirkjuráðs á starfsárinu. Meðan aðalfundur Kirkjuráðs
1987 stóð var farin ferð til Skálholts til þess að kynnast
betur stað, kirkju og skóla.
Rætt var við þá aðila, sem eru i fyrirsvari, sóknarprest,
rektor og staðarráðsmann. M.a. var fundur á prestssetrinu
með sóknarpresti og sóknarnefnd Skálholtssóknar. í máli
manna kom fram að nánara samband þyrfti að vera milli
heimamanna og Kirkjuráðs, var og rætt um nefndaskipun sem
sæi um rekstur staðarins i umboði Kirkjuráðs. Almennt var
fagnað frumkvæði heimamanna að taka upp nánari samvinnu.
í framhaldi þessa rituðu heimamenn Kirkjuráði bréf þar sem
fram kom hvað fyrir þeim vakti og settu þeir þar fram
óskir sinar.
í framhaldi þessa skrifaði Kirkjuráð formanni
sóknarnefndar Skálholtssóknar bréf þar sem fagnað var
hugmynd \im að koma á auknu samstarfi milli heimamanna i
Skálholtssókn og Kirkjuráðs varðandi árlegan rekstur,
framkvæmdir og skipulag Skálholtsstaðar. Ennfremur var i
þvi bréfi farið þess á leit að sóknarnefnd Skálholtssóknar
hefði frumkvæði að þvi að kjósa eða tilnefna þriggja manna
nefnd e.s.k. Skálholtsnefnd er hafi það hlutverk að vera
Kirkjuráði til ráðuneytis um málefni Skálholtsstaðar.
Á siðast liðnu vori sendi skógræktarstjóri rikisins bréf
til Kirkjuráðs þar sem farið var fram á leiguland til
skógræktar i stórum stil i Skálholti. Var þetta stór
landspilda, ca. 570 ha. en allt land Skálholts er ca 1100
ha. Kirkjuráð ræddi málið á fundi með skógræktarstjóra
rikisins Sigurði Blöndal og nokkrum starfsmönnum hans.
Beiðni skógræktarstjóra rikisins svaraði biskup f.h.
Kirkjuráðs með eftirfarandi bréfi:
Kirkjuráð metur mikils þann stuðning sem þér sýnið að
rækta nytjaskóg á Suðurlandi, en telur að ekki sé
mögulegt, sbr. tilgang laganna um Skálholt frá 1963,
að afhenda land Skálholts til þess og heldur ekki þó
vim leigusamning til langs tima væri að ræða.
Samkvæmt sömu lögum ber Kirkjuráði að hafa forræði um
eignir Skálholts.
Það var einróma álit Kirkjuráðs, að æskilegt væri að
hefja skógrækt i Skálholti til þess að fegra og prýða
staðinn. Þegar að þvi kemur þætti Kirkjuráði vænt um
að geta leitað aðstoðar og samvinnu Skógræktar
rikisins.
Ég vonast til þess, að þetta nægi til þess að skýra
afstöðu Kirkjuráðs.