Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 146
143
Forseti bar síðan upp hverja grein frumvarpsins fyrir sig,
fyrst breytingartillögu að nafn fruxnvarpsins verði
Frumvarp til laga um breyting á lögum um kirkjugarða nr.
21, 23. april, 1963 og viðbót löggjafarnefndar við 1. og
2. gr. og siðan greinarnar með áorðnum breytingum.
Allar greinar frumvarpsins voru samþykktar samhljóða og
siðan frumvarpið i heild.
Endanleq qerð frumvarpsins.
Frumvarp til laga
um breyting á lögum um kirkjugarða nr. 21, 23. april, 1963
1. gr.
26. gr. laganna orðist svo:
Kirkjugarðsstjórnir skulu árlega semja áætlun um tekjur og
gjöld þeirra kirkjugarða, sem þær hafa i umsjá sinni. Á
sama hátt skulu þær semja reikning fyrir næstliðið ár yfir
tekjur og gjöld kirkjugarðanna, svo og skýrslu um eignir
þeirra að meðtöldum legstaðasjóðum (sbr. 20. gr.).
Um reikningshald kirkjugarða gilda sömu reglur sem um
reikningshald kirkna.
Tekjur kirkjugarða, auk þeirra, sem áður er getið, skulu
vera 1 1/2 % árlega reiknaðar af aðstöðugjöldum á því
svæði er rétt á til kirkjugarðsins. Tekjur kirkjugarðanna
samkvæmt þessari málsgrein og 26. gr. a nefnast einu nafni
kirkjugarðsgj öld.
Nú hrökkva eigi tekjur kirkjugarðs fyrir nauðsynlegum
útgjöldum, og er þá kirkjugarðsstjórn heimilt, að fengnu
leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar að hækka
hundraðsgjaldið af aðstöðugjöldum fyrir eitt ár i senn, i
allt að 4%.
Komi það i ljós, að tekjur kirkjugarðs samkv. 3. mgr. að
viðbættum öðrum tekjum mundu fara verulega fram úr
áætluðum gjöldum það ár getur kirkjumálaráðuneytið
heimilað hlutaðeigandi kirkjugarðsstjórn fyrir eitt ár i
senn að innheimta lægra hundraðsgjald af aðstöðugjöldum en
i 3. mgr. segir.
Innheimtuaðilar aðstöðugjalda skulu innheimta þann hluta
kirkjugarðsgjaldsins, sem reiknast af aðstöðugjöldum og er
þeim heimilt að taka 1% í innheimtulaun. Þeim ber að
skila gjaldinu mánaðarlega til viðkomandi kirkjugarðs-
stjórnar. Heimilt er þó að greiða gjaldið sjaldnar til
fámennari safnaða eftir samkomulagi.