Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 48
1987
18. Kirknubinq
4. mál
TILIAGA
til þingsályktunar aðgang fatlaðra að kirkjvun landsins.
Flm. Kristján Þorgeirsson
18. Kirkjuþing beinir þeirri áskorun til safnaða landsins
að á allan hátt verði aðgangur fatlaðra auðveldaður að
kirkjunum, meðal annars verði sérstaklega hugað að
fötluðum i hjólastólxxm, bæði hvað varðar aðkomu að
kirkjunum og ekki siður aðstöðu þeirra inni i kirkjunum,
t.d. með þvi að stytta 2 eða 3 bekki, þannig að fólk i
hjólastólum þurfi ekki að vera i gangvegi, eða á annan
hátt til hliðar, eða eins og utanveltu við söfnuðinn.
GREINARGERÐ
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við og i flestum
kirkjum eiga fatlaðir erfitt með að komast um, þó hefur
þetta skánað hin siðari ár. En þegar inn er komið i
kirkjuhúsið hefur nánast ekkert verið gert varðandi fólk í
hjólastólum. í öllum kirkjum sem tillögumaður hefur komið
i þarf fólk i hjólastólum annað tveggja, að vera i
gangvegi milli bekkjaenda eða þá fyrir framan fremsta
bekk. Þetta gerir það að verkum að fólkið verður meira
áberandi en aðrir kirkjugestir, er veldur þvi að
hlutaðeigandi finnst þeir vera utanveltu, eða fyrir i
kirkjunni, liður þvi ekki eins vel og vera skyldi.
Að mati flutningsmanns er hægur vandi að koma til móts við
fólk i hjólastólum i þessu efni, með þvi að hafa 2 eða 3
bekki i kirkjunni styttri en hina, þannig að pláss myndast
fyrir hjólastól við enda bekkjarins og þar með e-r komið
til móts við þessar þarfir fólks i hjólastólum að þessu
leyti.
Það er sannfæring flutningsmanns að þessi atriði hamli
kirkjugöngum fatlaðra, auk þess sem hér er um réttlætis-
og mannréttindamál að ræða.
Visað til allsherjarnefndar (Frsm. sr. Hreinn Hjartarson).
Við aðra umræðu flutti sr. ólafur Skúlason eftirfarandi
breytingartillögu sem kemur á eftir ...aðstöðu þeirra
innan dyra.
Jafnframt minnir Kirkjuþing á það að ævinlega er
nauðsynlegt að hafa hugfast að kirkjur eiga að vera