Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 129
126
snelða h}á hörðum deilum, ef vel er á málum haldið, enda þótt
vitað sé að eignamál og fjármál kirkjunnar séu mörgum
tilfinningamái. Sýnist rétt og eðlilegt, að yfirstjórn
þjóðkirkjunnar komi hreyfingu á þetta mál innan tíðar og reyni að
koma á góðri og hagkvæmri skipan, sem byggist á víðtæku
samkomulagi, -eins konar allherjarsáttmála milli ríkis og kirkju
á þessu sviði. Þann sáttmála þarf síðan að innsigla með vandaðri
löggjöf um eignamál kirkjunnar.
Kirkjueignanefnd telur það eigi vera í verkahring sínum að
bera á borð fullmótaðar hugmyndir eða tillögur um framtíðarskipan
kirkjueignanna í landinu á komandi árum. Hún vill þó að endingu
nefna nokkur atriði, sem hún teiur að þar komi til álita:
Sá möguleiki er fyrir hendi, að kirkjueignirnar
(aimennar kirkjujarðir og prestssetursjarðir) verði enn,
sem verið hefur, í umsjá núverandi ráðuneyta (þ.e.
Landbúnaðarráðuneytis og Dóms- og kirkjuraálaráðuneytis),
en að betur verði tryggt en nú er, að eiqnirnar beri
eðlilegan arð tll hagsbota fyrir klrkjuna, -hvort heidur
sem er þjoðkirkjuna sem stofnun eða hinar einstöku
kirkjur sem stofnanir innan þjóðkirkjunnar. Er þá
óhjákvæmilegt, að kirkjan sé höfð meira í ráðum um
stjórn og ráðstöfun eignanna en nú er gert og er það
vissulega nú þegar skylda yfirstjórnar kirkjunnar að
sækja á um sjálfsagðan rétt sinn í því efni. Sýnist þá
eðlilegt og sjálfsagt, að komið verði á samstarfsnefnd,
a.m.k. ráégefandi, er fjalli til frambúðar um
yfirstjórn kirkjueignanna, og eigi þar sæti fulltrúar
fyrrnéfndra ráðuneyta og fulltrúi tilnefndur af
Kirkjuráði. Þessi tilhögun væri til bóta en þyrfti eigi
að hafa í ' för með sér stórvægilega breytingu á
gamalgróinni skipan á umsjón eignanna.
2.
Þótt fniðað sé við þá leið, sem fyrr var nefnd, er
mikilvægt að sértakrar varkárni sé gætt við fyrirhugaða
sölu kirkjueigna (hvort heidur sem er eftir almennri
heimild eða sérstakri) og hagsmuna kirkjunnar gætt þar í
hvívetna. Væri þá sjálfsagt að leita áður umsagnar
fyrrgreindrar samstarfsnefndar, í hverju tilviki um sig,
svo og biskupsembættisins, og lögfesta þyrfti fyrirmæli
um, að kaupverð verði aldrei lægra en sem nemi verði því