Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 19
16
14. mál. Handbók presta.
í tillögum, sem visað var til Kirkjuráðs segir:
nSkal handbókin meðal annars lýsa glögglega öllum
réttindvim og skyldum presta." Kirkjuráð leitaði
álits stjórnar Prestafélags íslands og prófastafundar
1987.
Stjórn Prestafélags íslands sendir eftirfarandi
samþykkt: "Stjórnin tekur undir að þörf sé á gerð
slíkrar bókar, en um leið æskir hún þess, að
Prestafélag íslands fái að tilnefna fulltrúa i
undirbúningsnefnd. Stjórninni er ekki fullljóst
hvert efnisinntak og umfang bókarinnar á að vera og
hvernig á að renna undir hana kirkjuréttarlegum
stoðvim. "
Prófastafundur gerði enga sérstaka samþykkt i málinu
en prófastar fögnuðu komu slíkrar bókar. Sérstaklega
vantar unga presta slíka bók, þar sem þeir vita ekki
alltaf hvert leita skal i hinum ýmsu málum.
Nefnt skal að embætti biskups hefur tekið upp á þvi
að kynna ungum prestum starfsmenn dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins, sem þeir þurfa að hafa mest
samskipti við, ennfremur Hagstofu íslands og þá
aðallega þá deild hennar sem tekur á móti
prestaskýrslum. Þeir nývigðu prestar frá þvi i sumar
létu mjög vel af þessu fyrirkomulagi. Vonandi verður
þetta föst regla við vígslu presta. Má segja að
þetta sé að nokkru ávöxtur umræðu á prófastafundi um
Handbók presta.
Við samningu slikrar bókar má hugsanlega hafa að
leiðarljósi bækur slikrar gerðar i Noregi og víðar á
Norðurlöndum auk skýrslu starfskjaranefndar.
15., 17. og 18. mál. Jöfnunarsióður héraðssióða,
sóknaraiöld, héraðssióðir rétti hlut beirra sókna sem
lægstar tekiur hafa.
Kirkjuþing samþykkti sameiginlegt nefndarálit enda
stefna málin 3 að þvi að bæta hag fámennustu
safnaðanna. Kirkjuráð visaði fyrri lið
nefndarálitsins til prófastafundar 1987. Þetta var
eitt af aðalmálum fundarins. Prófastafundur
samþykkti að 15. málið yrði rætt á héraðsfundum.
Síðari lið þarf að kanna hjá réttum aðilum, t.d.
Rikisskattstjóra. Biskup ræddi málið nokkuð við
Ríkisskattstjóra og fyrirhugað var að ræða það
frekar, en það var ekki talið eðlilegt þar sem
framundan eru miklar breytingar á tekjuöflun sókna
v/laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Sett var á laggirnar stjórnskipuð nefnd til þess að
endurskoða og semja frumvarp um þær breytingar sem
framundan eru. í nefndinni eru tveir frá Kirkjuráði,