Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 46
43
3. Gangast fyrir námskeiðum, umræðufundum og fyrir-
lestrum um siðfræði handa almenningi og starfshópum,
svo sem hj úkrunarfræðingum, læknum, kennurum,
blaðamönnum, prestum o.fl.
4. gr.
Stjórn stofnunarinnar skal skipuð þremur mönnum.
Heimspekistofnun tilnefni einn, Guðfræðistofnun annan, en
Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar hinn þriðja. Skal stjórnin kosin
til þriggja ára i senn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórnin ræður forstöðumann og annað starfslið.
5. gr.
Á vegum stofnunarinnar skal starfa nefnd til ráðgjafar
fyrir stjórnina. Háskólaráð tilnefnir fimm manns i
nefndina og Kirkjuráð aðra fimm.
6. gr.
Rekstur stofnunarinnar er greiddur af rikisfé eftir þvi
sem fé er veitt til á fjárlögum. Aðrar tekjur eru:
a) Styrkir til einstakra verkefna.
b) Greiðslur fyrir umbeðin verkefni.
c) Tekjur af útgáfu, námskeiðum, ráðstefnum eða
annarri starfsemi.
d) Gjafir og aðrar tekjur er stofnuninni kunna að
berast.
Reikningshald skal vera hluti af heildarreikningum
háskólans.
7. gr.
Þjóðkirkjan leggur stofnuninni til húsnæði og aðstöðu
eftir þvi sem aðstæður leyfa.
GREINARGERÐ
Þörfin fyrir aukna fræðslu um siðfræði gerir vart við sig
hvarvetna i lifi manna og störfum. Ný tækni í læknisfræði
(t.d. tæknifrjóvgun og liffæraflutningar), nýjar leiðir
við öflun og dreifingu upplýsinga (m.a. við tölvunotkun),
meðhöndlun náttúruauðlinda (t.a.m. við veiðiskap og
iðnað), umbyltingar á sviði viðskipta, stjórnsýslu og
atvinnulifs - allt hefur þetta i för með sér siðferðis-
vandamál sem menn standa iðulega ráðþrota gagnvart. Þá
eru ótalin mörg alvarleg vandamál i uppeldi og fræðslu sem
tengjast nýjum lifnaðarháttum og þjóðfélagsaðstæðum, svo
sem neysla vimuefna, lausung i kynlifi, upplausn
fjölskyldna, umönnun barna, sjúklinga og gamalmenna.
Sérstök eða brýn verkefni spretta af sjúkdómnum "eyðni"
sem við eigum i erfiðleikum með að taka á.