Gerðir kirkjuþings - 1987, Qupperneq 143
140
Álagt útsvar einstaklinga á árinu 1987 nam kr. 7.233.545
þús., þar af kr. 350.435 þús. i sveitarf élögum, sem
skattstjórar lögðu ekki á kirkjugarðsgjöld.
í sveitarfélögum, þar sem skattstjórar lögðu á
kirkjugarðsgjald, hefur álagningarprósenta
kirkjugarðsgjalds miðað við heildartölur (Útsvar kr.
6.883.110 þús. og kirkjugarðsgjald kr. 138.544 þús.) verið
2.012% að meðaltali. Sé miðað við að meðaltalsálagningar-
prósenta þeirra gjalda sem skattstjórar leggja elcki á,
hafi verið sú sama, má ætla að kirkjugarðsgjöld sem
einstaklingar á öllu landinu greiða skv. álagningu ársins
1987 sé kr. 138.544 + 7.054, eða samtals 145.598 þús.
í samræmi við þau meginsjónarmið, sem nefnd eru hér að
framan er eftirfarandi leið valin til þess að ákvarða hlut
kirkjugarðsgjaldsins i tekjuskattinum.
Ákveðin er heildartala sem rikissjóði ber að skila á
grundvelli álagningar ársins 1987, að viðbættri fjárhæð er
nemur um 1.5%. Þessari viðbót er ætlað að vega að nokkru
móti þeim tekjximöguleika, sem stjórnir kirkjugarða hafa
skv. gildandi lögum, að hækka gjaldið i allt að 4.0% af
útsvari, en sú heimild fellur úr gildi ef frumvarp þetta
verður að lögum. Jafnframt er gert ráð fyrir þvi að
tillag sókna til kirkjugarðasjóðs hækki úr 5% i 8%. Með
þvi er ætlað að sjóðurinn hafi meiri möguleika á að
styrkja framkvæmdir hjá kirkjugörðum og vera að hluta til
nokkurskonar jöfnunarsjóður. í framangreinda fjárhæð er
deilt með fjölda þeirra manna, sem hafa náð 16 ára aldri
miðað við árslok 1986. Einn tólfti af þeirri tölu er sú
fjárhæð, sem rikissjóði ber að skila mánaðarlega fyrir
hvern mann, sem er 16 ára og eldri. Þessi fjárhæð, sem
skoða má sem grunntölu, breytist ár frá ári i hlutfalli
við breytingar er kunna að verða á meðaltekjuskattsstofni
einstaklinga milli tekjuáranna næst á undan gjaldári.
Samkvæmt gögnum Hagstofu íslands var fjöldi þeirra sem eru
16 ára og eldri 31. desember 1986 á öllu landinu samtals
177.204.
Til skýringar eru hér sýndir útreikningar grunntölunnar.
145.598 X 101.5 = 147.782_____ = 69.51
100 177.204 X 12
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Að stofni til er 26. gr. laga nr. 21/1963 litið breytt frá
þvi sem hún áður var. Valin var sú leið að hafa sérstaka
grein sem fjallaði um tekjur kirkjugarða af tekjuskatti,
sbr. 26. gr. a.